08. okt. 2015

Ríki og sveitarfélög þurfa að sitja við sama borð við úthlutun fjármuna til ferðamannastaða

Umsögn sambandsins við frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent Alþingi umsögn um frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, 133. mál. Í umsögn sambandsins er ítrekuð sú afstaða sem tekin var um sama mál á síðasta löggjafarþingi þar sem framlangningu frumvarpsins er fagnað og það talið samræmast ágætlega stefnumörkun sambandsins sem samþykkt var á síðasta ári. 

Sambandið undirstrikar í umsögninni mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög sitji við sama borð við úthlutun fjármuna til ferðamannastaða. Tekjur ríkisins hafa aukist mikið vegna fjölgunar ferðamanna og telur sambandið það einungis sanngjarnt að hluti þeirra fjármuna renni til uppbyggingar sem feli í sér heildarsýn fyrir einstök svæði. Væntir sambandið þess að breytingar verði gerðar á þessu atriði sem fyrst og óskar eftir stuðningi umhverfis- og samgöngunefndar við sanngjarnir óskir sveitarfélaga um breytingar.

Náttúruverndarlög

Einnig hefur sambandið sent umsögn um frumvarp til laga um breytingu á náttúruverndarlögum, 140. mál. Sambandið gerir nokkrar athugasemdir við einstaka liði frumvarpsins en í umsögninni segir þó að það sé mat sambandsins að breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu séu almennt til bóta og til þess fallnar að skapa betri sátt um lögin og túlkun þeirra.