Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

25. jan. 2019 : Stjórn sambandsins lýsir ánægju með framkomnar tillögur í húsnæðismálum

tjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga ræddi á fundi sínum í dag um tillögur átakshóps forsætisráðherra um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Aðallega voru til umræðu þær tillögur sem víkja að sveitarfélögum og aðgerðum á þeirra vegum. Leggur stjórn sambandsins áherslu á ð fulltrúar sveitarfélaga taki beinan þátt í mótun á útfærslum og framfylgd niðurstðananna og hvetur til þess að komið verði á markvissu samstarfi stjórnvada og helstu haghafa um úrbætur í húsnæðismálum á grundvelli niðurstaðna átkashópsins.

Nánar...

07. jan. 2019 : Sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs heitir Suðurnesjabær

Sveitarstjórnarráðuneytið hefur samþykkt Suðurnesjabæ sem nýtt heiti á sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs. Tók samþykkt ráðuneytisins gildi nú á nýársdag. Íbúakosningar fóru fram í nóvember sl. og hlaut nýja nafnið 75% atkvæða. 

Nánar...

11. des. 2018 : Niðurstöður úr WiFi4EU útdrætti

WiFi4EU styrkir að þessu sinni þrjú íslensk sveitarfélög eða Akraneskaupstað, Reykjavíkurborg og Sveitarfélagið Skagafjörð. Verkefnið styrkir uppsetningu á þráðlausu netsambandi í opinberu rými.

Nánar...

06. des. 2018 : Beint streymi frá UT-deginum

Streymt verður beint frá ráðstefnu UT-dagsins, sem fer fram á Grand hóteli.  Yfirskrift dagsins er stafræn framtíð hins opinbera - hvernig byrjum við? og vísar til þess að vinna er hafin við að færa þjónustu opinberra aðila yfir í stafrænt umhverfi

Nánar...

30. nóv. 2018 : Stafræn framtíð hins opinbera - hvernig byrjum við?

Dagur upplýsingatækninnar 2018, UT-dagurinn, fer fram 6. desember nk. með ráðstefnu á Grand hóteli í Reykjavík.  Yfirskrift dagsins er stafræn framtíð hins opinbera - hvernig byrjum við?

Nánar...

29. nóv. 2018 : Heilsueflandi samfélög

Sveitarfélög standa nokkuð misjafnlega að framkvæmd og innleiðingu lýðheilsustefnu stjórnvalda, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Huldu Sólveig Jóhannesdóttur. Rannsóknin var unnin sem meistaraverkefni í opinberri stjórnsýslu og var markmið þess að varpa ljósi á framkvæmd og innleiðingu á lýðheilsustefnu stjórnvalda með því að skoða heilsueflandi samfélag á vegum Embættis landlæknis. 

Nánar...

28. nóv. 2018 : Takmarka skal aðgang að persónuupplýsingum

Gæta verður að meðalhófsreglu nýrra persónuverndarlaga, þegar starfsmönnum er veittur aðgangur að persónugreinanlegum upplýsingum. Í úrskurði Persónuverndar vegna aðgangs starfsmanna sveitarfélags að upplýsingum í þjóðskrá, kemur fram að meðalhófsregla persónuverndarlaga takmarki aðgang að upplýsingum við þá sem þurfi nauðsynlega á þeim að halda starfs síns vegna.

Nánar...

16. nóv. 2018 : Áfangastaðaáætlanir allra landshluta kynntar

Áfangastaðaáætlanir landshlutanna voru kynntar á fjölsóttum kynningarfundi í gær, en verkefnið er það umfangsmesta sem unnið hefur verið á grundvelli Vegvísis í ferðaþjónustu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hvetur sveitarfélög eindregið til þess að kynna sér áætlanirnar. Mikilvægt sé að þær nýtist sveitarfélögum og landshlutum til uppbyggingar. 

Nánar...

14. nóv. 2018 : Frestur vegna jafnlaunavottunar framlengdur um ár

Fresturinn hefur verið framlengdur til 31. desember 2019. Tekur til allra fyrirtækja og stofnana, óháð stærð þeirra, að þeim aðilum undanskildum sem eru að hálfu eða að meirihluta í eigu ríkisins og með 25 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli.

Nánar...

13. nóv. 2018 : Áfangastaðaáætlanir landsins kynntar

Ferðamálastofa gengst fyrir kynningu á  öllum sjö áfangastaðaáætlunum landsins á Hótel Sögu þann 15. nóvember nk. kl. 13:00-16:00.

Nánar...
Síða 2 af 10