Fréttir og tilkynningar (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

23. mar. 2020 : Veiting afslátta af greiðsluhlutdeild notenda velferðarþjónustu

Samband íslenskra sveitarfélaga gaf þann 19. mars sl. út Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf. Í aðgerðapakkanum eru sveitarfélög m.a. hvött til að kanna möguleika á lækkun gjaldskrár og tímabundinni lækkun eða niðurfellingu tiltekinna gjalda.

Nánar...

20. mar. 2020 : Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til sveitarfélaga að hrinda í framkvæmd eins og kostur er eftirfarandi hugmyndum og ábendingum að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.

Nánar...

19. mar. 2020 : Leiðbeiningar vegna fjarfunda hjá sveitarfélögum

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur útbúið leiðbeiningar fyrir sveitarfélög er hafa hug á að nýta sér ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að nota fjarfundarbúnað í auknu mæli á fundum sveitarstjórna og nefnda. Leiðbeiningarnar eru í formi hagnýtra atriða til að hafa í huga við undirbúning fjarfunda sem og hagnýt atriði fyrir fundarmenn.

Nánar...

18. mar. 2020 : Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga

Í gær, þriðjudaginn 17. febrúar, samþykkti Alþingi breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar.

Nánar...

18. mar. 2020 : Aukin heimild til notkunar fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórnar

Alþingi samþykkti í gær, 17. mars, lög sem heimila ráðherra sveitarstjórnarmálað gefa út ákvörðun um tiltekin frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Tilefni lagabreytingarinnar er COVID-19 faraldurinn en vegna hans hafa borist tilmæli frá mörgum sveitarfélögum um aukinn sveigjanleika varðandi fyrirkomulag funda í sveitarstjórnum og nefndum, svo sem með notkun fjarfundabúnaðar.

Nánar...

16. mar. 2020 : Helstu mál á vettvangi ESB árið 2020 – Stafræn framtíð Evrópu

Stafræn framtíð Evrópu er sýn ESB á það með hvaða hætti Evrópa geti orðið leiðandi á sviði stafrænnar tækni, bæði sem brautryðjandi við þróun tækninnar og ekki síður þegar kemur að því að nýta sér hana.

Nánar...

12. mar. 2020 : Skrifstofum sambandsins og lánasjóðsins lokað tímabundið

Rett_Blatt_Stort

Vegna ráðstafana til að verjast Covid-19 kórónaveirunni hefur skrifstofum Sambands íslenskra sveitarfélaga verið lokað tímabundið.

Nánar...

12. mar. 2020 : Frumvarp til að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað við neyðarástand

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Í frumvarpinu er lagt til að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild að til víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku.

Nánar...

05. mar. 2020 : Landlæknir, sóttvarnalæknir og ríkislögreglustjóri lýsa yfir áhyggjum vegna verkfalla

Landlæknir, sóttvarnalæknir og ríkislögreglustjóri hafa sent frá sér sameiginlegt minnisblað þar sem lýst er áhyggjum þeirra vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkfalla á vinnumarkaði.

Nánar...

03. mar. 2020 : Leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls Eflingar

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og hjá Sveitarfélaginu Ölfusi. Ótímabundið verkfall þessara félagsmanna hefst kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 9. mars 2020.

Nánar...
Síða 2 af 10