05. okt. 2010

Ráðstefna um skipulag áfallahjálpar

  • SIS_Felagsthjonusta_190x160

Samband íslenskra sveitarfélaga heldur í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Landlækni, Landspítalann, Rauða kross Íslands og þjóðkirkjuna ráðstefnu um skipulag áfallahjálpar á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin í Grensáskirkju og hefst kl. 12.30.

Á ráðstefnunni fer fram kynning á skipulagi áfallahjálpar á Íslandi. Fagfólk deilir reynslu af störfum sínum í jarðskjálftunum á Suðurlandi árið 2008 og vegna eldgosa í Eyjafjallajökli á þessu ári.

Markhópur ráðstefnunnar eru starfsfólk sveitarfélaga og ráðuneyta er vinnur að málaflokknum, heilbrigðisstarfsfólk, sjálfboðaliðar Rauða krossins og björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar, lögreglan og starfsfólk kirkjunnar.

Skráning fer fram hjá Írisi Marelsdóttur, almannavarnardeild ríkislögreglustjóra í netfangið iris@rls.is.
Aðgangur er ókeypis.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna.