30. apr. 2014

Handbók um opinbera stefnumótun og áætlanagerð

  • Handbok-Opinber-stefnumotun

Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um opinbera stefnumótun og áætlanagerð. Í inngangi að handbókinni segir að henni sé ætlað að leiðbeina starfsfólki stjórnsýslunnar við opinbera stefnumótun og áætlanagerð, hvort heldur sem er frumvinnu eða endurskoðun á eldri stefnum.

Handbókin var unnin á árunum 2012-2013 af starfshópi skipuðum sérfræðingum frá öllum ráðuneytum og skiptist í sjö kafla auk tveggja viðauka.

  1. Hvað er stefnumótun?
  2. Upphaf stefnumótunar
  3. Mótun stefnu
  4. Samþykkt stefnuskjals
  5. Innleiðing stefnu
  6. Mat á stefnu og
  7. Endurskoðun og breytingar á stefnu

Í viðaukum er að finna íðorðalista og stefnusniðmát.

Handbókina má nálgast á vef forsætisráðuneytisins