12. mar. 2013

Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu - skráning opin

  • SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Þekkingaruppbygging á byggðamálum hefur verið þáttur í aðildarferli Íslands vegna ESB umsóknarinnar. Meðal annars hafa allir landshlutar átt þess kost að fara í námsferð til aðildarríkja til að kynna sér fyrirkomulag byggðamála. Evrópsk byggðamál byggja á áætlunargerð fyrir svæði.

Beitt er aðferðum ramma- og árangursstjórnunar og sveitarfélög hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Við getum lært margt af evrópskum byggðamálum, burtséð frá aðildarumsókninni, m.a. um svæðasamvinnu, aðferðir við áætlunargerð og samstarf við hagsmunaaðila um hana. Svæðasamvinna sveitarfélaga er í brennidepli hér á landi og á landsþingi sambandsins daginn eftir málþingið munu verða kynntar og ræddar áfangatillögur nefndar sambandsins um þau mál.

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til málþings í tengslum við landsþingið sem mun byggjast á þeim námsferðum sem farnar hafa verið undanfarin tvö ár til að kynna sér byggðamál í aðildarríkjum ESB. Málþingið á erindi við kjörna fulltrúa í sveitarfélögum og aðra yfirstjórnendur, svo og stjórnendur og starfsmenn landshlutasamtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélaga.