28. des. 2012

Námskeið í stjórnsýslurétti fyrir starfsmenn sveitarfélaga

  • Háskóli Íslands

Dagana 21. janúar til 27. febrúar 2013 efnir Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og félag forstöðumanna ríkisstofnana í samvinnu við forsætisráðuneytið og Reykjavíkurborg til sex vikna námskeiðs í stjórnsýslurétti fyrir starfsmenn ráðuneyta, ríkisstofnana og sveitarfélaga.

Námskeiðið er einkum ætlað ólöglærðum starfsmönnum ríkisins og starfsmönnum sveitarfélaga sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni. Það getur einnig nýst lögfræðingum til upprifjunar.

Umsjónarmaður og aðalkennari er Trausti Fannar Valsson lektor við Lagadeild HÍ. Námskeiðið hefst 21. janúar og lýkur 27. febrúar. Kennt verður alls í 54 kennslustundir í 12 skipti, tvisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga kl. 14-17.

Þátttökugjald er 52.000 krónur.