13. des. 2012

Framlengdur frestur vegna samþykkta um stjórn sveitarfélaga

  • Althingi_300x300p

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, með síðari breytingum (samþykktir um stjórn sveitarfélaga). Í frumvarpinu er kveðið á um það að samþykktir um stórn og fundarsköp sveitarfélaga skuli halda gildi tínu til 30. júní 2013 í stað 1. janúar sama ár.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að vinnu við gerð fyrirmyndar um samþykkt um stjórn sveitarfélaga og fundarsköp hafi ekki verið lokið fyrr en í nóvember sl. og fyrirmyndin hafi verið birt í Stjórnartíðindum 20. sama mánuðar.

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. sveitarstjórnarlaga þurfa samþykktir um stjórn og fundarsköp tvær umræður í sveitarstjórn og er ljóst að sveitarstjórnir munu ekki ljúka vinnu við gerð nýrra samþykkta né heldur fá þær staðfestar af ráðuneytinu og birtar í B-deild Stjórnartíðinda fyrir 1. janúar 2013. Með því að framlengja tímafrestinn í ákvæði til bráðabirgða IV gefst sveitarstjórnum landsins nægur tími bæði til að gera og samþykkja nýjar samþykktir.

Frumvarpið á vef Alþingis

.