20. nóv. 2012

Fyrirmyndir að samþykkt um stjórn sveitarfélaga og ritun fundargerða

  • SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga. Fyrirmyndin er gerð á grundvelli 9. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Gildir sú fyrirmynd þar til ráðuneytið hefur staðfest sérstaka sambærilega samþykkt fyrir sveitar­félag. Fyrirmyndinina má finna á vef innanríkisráðuneytisins.

Þá hefur innanríkisráðuneytið einnig gefið út leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna. Markmið þeirra er að veita leiðsögn um ritun fundargerða sveitarstjórna, m.a. um hvað þar er skylt að bóka, um staðfestingu þeirra þegar að loknum fundi og skráningu og meðferð rafrænna fundargerða, sbr. 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.


Auglýsing um fyrirmynd að stjórn sveitarfélaga á vef innanríkisráðuneytisins

Auglýsing um útgáfu leiðbeininga um ritun fundargerða sveitarstjórna á vef innanríkisráðuneytisins.