17. apr. 2012

Ráðstefnan íslensk þjóðfélagsfræði 2012

 • HAlogo

Ráðstefnan Íslensk þjóðfélagsfræði 2012 verður haldin í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 20. og laugardaginn 21. apríl n.k. Í ár verður ráðstefnan haldin í sjötta sinn og mun hún verða tileinkuð 25 ára afmæli háskólans. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér.

Markmið ráðstefnunnar er að draga saman nýjustu rannsóknarniðurstöður fjölbreyttra rannsókna á íslensku þjóðfélagi og munu 143 háskólakennarar, sérfræðingar við rannsóknarstofnanir, sjálfstætt starfandi rannsóknafólk, háskólanemar og annað rannsóknafólk leggja til erindi sem verður flutt á ráðstefnunni.

 Á ráðstefnunni verða 25 málstofur meðal annars:

Opinber þjónusta: Samhæfing og ný skipan
Sveitastjórnir: Hagkvæmni, lýðræði og vald
Atvinna og klasar
Búseta og umhverfi
Fjárhagur og velferð
Sjávarútvegur og sjávarbyggðir
Starf með ungmennum
Stjórnmál, hrun og kreppa
Stjórnskipan Íslands

Sérstök athygli er vakin á fyrstu tveimur málstofunum sem nefndar eru hér að ofan en innihald þeirra og tímasetningar má sjá hér að neðan:

Föstudagur 20. apríl kl. 13:50-15:20

Opinber þjónusta: Samhæfing og ný skipan (M-203)

 • Jónína Erna Arnardóttir: Landshlutasamtök og þriðja stjórnsýslustigið.
 • Grétar Þór Eyþórsson: Efling sveitarstjórnarstigsins. Er þriðja stjórnsýslustigið í aðsigi?
 • Héðinn Unnsteinsson og Pétur Berg Matthíasson: Frá almannafé að almannahag – Samhæfing opinberrar stefnumótunar og áætlanagerðar.
 • Hallgrímur Guðmundsson: Hver gerir hvað? Samhæfing fjölþættrar þjónustu ríkis og sveitarfélaga.
 • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir: Hvert stefnir öldrunarþjónustan og hvað ræður för? Stýring og samhæfing öldrunarþjónustu frá stefnumörkun til framkvæmdar.

Föstudagur 20. apríl kl. 15:30-17:00

Sveitarstjórnir: Hagkvæmni, lýðræði og vald (M203)

 • Bergljót Þrastardóttir: „Ég hef ákveðin völd en þau eru ekki viðurkennd.“ Viðhorf og reynsla kvenna í pólitísku starfi á sveitarstjórnarstiginu.
 • Grétar Þór Eyþórsson: Íbúalýðræði: Viðhorf íslenskra sveitarstjórnarmanna.
 • Eva Marín Hlynsdóttir: Þegar ólík sjónarmið stangast á: Hvernig bæjarstjórar forgangsraða verkefnum.
 • Vífill Karlsson: Sameiningar og kostnaður sveitarfélaga.
 • Hermann Óskarsson: Kerfisvæðing félagastarfsemi og stjórnmála á Akureyri 1860-1940.

Dagskrá ráðstefnunnar í heild.