20. des. 2011

Nýtt nám fyrir stjórnendur hjá sveitarfélögum

  • Nemendur

Háskólinn á Bifröst efnir til náms fyrir stjórnendur innan sveitarfélaga sem miðar að sterkari stjórnsýslu. Markmiðið með náminu er að auka þekkingu, hæfni og leikni stjórnenda innan sveitarfélaga til þess að takast á við krefjandi starfsumhverfi og auka samvinnu þeirra í milli.

Um er að ræða 12 vikna nám sem telur fimm námskeið sem sérsniðin eru fyrir stjórnendur í sveitarfélögum. Engar forkröfur eru gerðar um grunnmenntun þátttakenda. Námið gæti m.a. hentað vel fyrir:

  • forstöðumenn stofnana og sviða, s.s. safnahúsa, íþróttahúsa, félagsmiðstöðva, sambýla og tómstundaheimila
  • yfirmenn sviða og deilda
  • skólastjóra og aðstoðarskólastjóra
  • leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra

Námið er kennt í blönduðu námi; þ.e. fjarnám og vinnulotur á Bifröst sem eru samtals þrjár. Ein námsgrein er kennd í einu og vinna þátttakendur samhliða náminu að raunhæfu verkefni að eigin vali.


Nánar um námskeiðin: