Niðurstöður úr WiFi4EU útdrætti

WiFi4EU styrkir að þessu sinni þrjú íslensk sveitarfélög eða Akraneskaupstað, Reykjavíkurborg og Sveitarfélagið Skagafjörð. Verkefnið styrkir uppsetningu á þráðlausu netsambandi í opinberu rými.

WiFi4EU styrkir að þessu sinni þrjú íslensk sveitarfélög eða Akraneskaupstað, Reykjavíkurborg og Sveitarfélagið Skagafjörð. Verkefnið styrkir uppsetningu á þráðlausu netsambandi í opinberu rými (almenningsrými).

Alls hlutu 2.800 sveitarfélög styrk af þeim 13.000 sem sóttu um innan EES-svæðisins. Tekið var við umsóknum 7. til 9. nóvember sl. en styrkhafar eru dregnir út úr þeim umsóknum sem berast. Auglýst verður aftur eftir umsóknum í sjóðinn í byrjun næsta árs og eru þau sveitarfélög sem voru ekki dregin út hvött til þess að sækja aftur um.

Að þessu sinni voru 42 milljónir evra til skiptanna, en hver styrkur nemur 15.000 evrum. Leitast er við að jafna úthlutunum á vegum verkefnisins á milli aðildarríkja. Farið er yfir hverja umsókn, áður en hún fer í úthlutunarpottinn, m.t.t. skilyrða WiFi4EU sjóðsins og hverju aðildarríki er úthlutað ákveðnum lágmarksfjölda styrkja með tilliti til fjölda umsækjenda. Ekkert aðildarríki getur þó hlotið fleiri en 224 styrki eða sem nemur smt. 8% af heildarstyrkúthlutun.