Evrópsku stjórnsýsluverðlaunin EPSA 2019

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til evrópsku stjórnsýsluverðlaunanna European Public Sector Award, EPSA 2019, en þessi eftirsóttu verðlaun eru veitt annað hvert ár fyrir framúrskarandi nýjungar í opinberri þjónustu og stefnumótun. Yfirskrift verðlaunanna er að þessu sinni: nýjar lausnir við flóknum viðfangsefnum – opinber þjónusta við allra hæfi, sjálfbær og framsýn; New Solutions to complex challanges – A public sector citizen-centric, sustainable and fit for the future.

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til evrópsku stjórnsýsluverðlaunanna European Public Sector Award, EPSA 2019, en þessi eftirsóttu verðlaun eru veitt annað hvert ár fyrir framúrskarandi nýjungar í opinberri þjónustu og stefnumótun. Yfirskrift verðlaunanna er að þessu sinni: nýjar lausnir við flóknum viðfangsefnum - opinber þjónusta við allra hæfi, sjálfbær og framsýn;  New Solutions to complex challanges - A public sector citizen-centric, sustainable and fit for the future.

Yfirskriftinni í ár er ætlað að fanga þær nýjungar sem eru svar við vaxandi álagi á opinbera þjónustu og rekja má til þátta á borð við lýðfræðilega þróun, loftslagsbreytingar, tæknibreytingar og öryggismál og netöryggi ásamt uppbyggingu og viðhaldi á félagslega velferðarkerfinu.

Verðlaunin geta hlotið allar stofnanir ríkis og sveitarfélaga í Evrópu ásamt fyrirtækjum og félögum í opinberri eigu og/eða opinberri þjónustu. Í þessu felst að meðumsækjendur um verðlaunin geta vera einkafyrirtæki í opinberum rekstri og/eða frjáls félagasamtök, svo að dæmi séu nefnd, svo framarlega sem umsækjandi er opinber stofnun eða stjórnvald. 

Íslensk stjórnsýsla hefur hlotið ýmis EPSA verðalaun. Síðasta dæmi þess er viðurkenning sem Hafnarfjarðarkaupstaður hlaut 2017 vegna frumkvöðlaverkefnisins Geitungarnir, atvinnutækifæri fyrir fatlað fólk.

Umsækjendur eru hvattir til að nýta sér EPSA 2019 kynningarmyndbandið til frekari upplýsinga og innblásturs. Jafnframt má nálgast nánari upplýsingar um verðlaunin og rafrænt umsóknarform á vef EIPA, Evrópsku stjórnsýslustofnunarinnar.

Framlengdur frestur til að senda inn tilnefningar rennur út 5. maí nk.
(Fresturinn var upphaflega til 18. apríl.)

EPSA verðlaunin 2019 - kynning