Fréttir og tilkynningar: maí 2019

Fyrirsagnalisti

29. maí 2019 : Aukalandsþing og stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að boðað verði til aukalandsþings þann 6. september nk. Ráðherra sveitarstjórnarmála stefnir að því, að mæla snemma á komandi haustþingi fyrir tillögu að stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga. Mikilvægt er að sveitarstjórnarfólk komi saman og ræði tillöguna áður en hún kemur til kasta Alþingis.

Nánar...

28. maí 2019 : Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Boðað er til stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál. Stofnfundurinn verður 19. júní nk. kl. 13:00 til 14:30 í Reykjavík.

Nánar...

24. maí 2019 : Samsköpun - lykillinn að betri þjónustu og auknum lífsgæðum íbúa?

Samsköpun nýtur sem aðferðafræði í nýsköpun og þróun opinberrar þrjónustu vaxandi vinsælda á hinum Norðurlöndunum, ekki hvað síst hjá sveitarfélögum. Vinnustofa með Anne Tortzen, einum fremsta sérfræðingi í samsköpun, verður haldin þann 3. júní í tengslum við Nýsköpunardag hins opinbera.

Nánar...

13. maí 2019 : Ungt fólk hvatt til að taka þátt í þingfundi ungmenna

Í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13‒16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á því brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.

Nánar...

10. maí 2019 : Nýsköpunardagur hins opinbera

Nýsköpunardagur hins opinbera fer fram 4. júní nk. í Veröld Hús Vigdísar Finnbogadóttur, kl. 08.00-11.00n undir yfirskriftinni Hvernig er hægt að bæta þjónustu hins opinbera með nýsköpun? Fjölbreytt dagskrá nýksöpunardagsins er að vanda tileinkuð stjórnendum hjá því opinbera.

Nánar...

03. maí 2019 : Ársrit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis 2018

Yfirlit yfir stefnumál ráðherra á kjörtímabilinu hefur verið birt í ársriti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins 2018. Stefnumálin eru 25 talsins og taka til allra málaflokka ráðuneytisins. Þá er í ársritinu fjallað sérstaklega um framtíðarsýn, leiðarljós og stefnumótun á vegum ráðuneytisins. Er þetta í fyrsta sinn sem ráðuneytið birtir með þessu móti heildstætt yfirlit yfir stefnumál kjörtímabilsins og er þar gagnleg nýjung á ferð fyrir áhugafólk um samgöngu- og sveitarstjórnarmál.

Nánar...

03. maí 2019 : Ný stefna í íþróttamálum kynnt

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti nýja stefnu í íþróttamálum í gær. Stefnan var unnin í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og íþróttanefndar ríkisins. Virk þátttaka og aðgengi allra að íþróttastarfi áframhaldandi leiðarstef í íþróttastefnu stjórnvalda.

Nánar...