Fréttir og tilkynningar: janúar 2019

Fyrirsagnalisti

29. jan. 2019 : Persónuvernd staðfestir að Mentor-málinu er lokið

Persónuvernd hefur staðfest að máli vegna vinnslu persónuupplýsinga hjá fimm grunnskólum í rafræna upplýsingakerfið Mentor sé lokið. Nú þegar niðurstaða Persónuverndar liggur fyrir ætti að vera óhætt fyrir grunnskólana að nýta sér Mentor, s.s. vegna skráningar viðkvæmra persónuupplýsinga, að því gefnu að þeir aðilar sem nota kerfið kynni sér vel þær reglur er gilda um skráningu persónuupplýsinga.

Nánar...

25. jan. 2019 : Stjórn sambandsins lýsir ánægju með framkomnar tillögur í húsnæðismálum

tjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga ræddi á fundi sínum í dag um tillögur átakshóps forsætisráðherra um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Aðallega voru til umræðu þær tillögur sem víkja að sveitarfélögum og aðgerðum á þeirra vegum. Leggur stjórn sambandsins áherslu á ð fulltrúar sveitarfélaga taki beinan þátt í mótun á útfærslum og framfylgd niðurstðananna og hvetur til þess að komið verði á markvissu samstarfi stjórnvada og helstu haghafa um úrbætur í húsnæðismálum á grundvelli niðurstaðna átkashópsins.

Nánar...

07. jan. 2019 : Sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs heitir Suðurnesjabær

Sveitarstjórnarráðuneytið hefur samþykkt Suðurnesjabæ sem nýtt heiti á sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs. Tók samþykkt ráðuneytisins gildi nú á nýársdag. Íbúakosningar fóru fram í nóvember sl. og hlaut nýja nafnið 75% atkvæða. 

Nánar...