Fréttir og tilkynningar: maí 2018

Fyrirsagnalisti

31. maí 2018 : Fyrirboði aukinnar snjallvæðingar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir um þessar mundir nýjan og stafrænan álagningarseðil. Þetta breytta verklag boðar byltingarkenndar breytingar hjá því opinbera á næstu árum með notendavænni, einstaklingsmiðaðri og snjallvæddri stjórnsýslu. Skattgreiðendur geta sem dæmi kallað fram nánari upplýsingar um einstaka liði álagningarinnar og séð hlutfallslega skiptingu staðgreiðsluskatta hjá sér í tekjuskatt annars vegar og útsvar hins vegar.

Nánar...

25. maí 2018 : Áskoranir í persónuvernd – er þitt sveitarfélag tilbúið?

Ný reglugerð um persónuvernd tekur gildi í dag innan Evrópusambandsins um vernd einstaklinga gagnvart vinnslu og frjálsri miðlun persónuupplýsinga. Áhersla er lögð á að reglugerðin verði leidd í lög hér á landi eins fljótt og unnt er og var frumvarp að nýjum persónuverndarlögum kynnt nýlega. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett fram gátlista, sem nýkjörnar sveitarstjórnir eru hvattar til að kynna sér vegna málsins, strax að loknum kosningum.

Nánar...

23. maí 2018 : Ársskýrsla 2017

Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ársins 2017 er komin út. Auk greinargóðs yfirlit yfir rekstur og helstu verkefni starfsársins, bæði innan lands og utan, geymir skýrslan yfirlit yfir starfsfólk, stjórnendur og skipan starfsnefnda hjá sambandinu.

Nánar...

23. maí 2018 : Meistarastyrkir 2018

Meistarastyrkjum Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ársins 2018 var úthlutað í dag. Hnossið hrepptu þrír nemar sem ljúka senn meistaraverkefnum við Háskólann á Bifröst, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

Nánar...

18. maí 2018 : Ný persónuverndarlöggjöf með heimild til ofursekta

Google-fridhelgi

Innleiðing á nýjum lögum um persónuvernd kallar á nýtt verklag hjá sveitarfélögum, með umtalsverðum kostnaðarauka og áhrifum á stjórnsýslu þeirra. Þá veita lögin Persónuvernd heimild til álagningar ofursekta, sem eiga sér engin fordæmi hér á landi gagnvart opinberum aðilum, að því er segir í minnisblaði sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

07. maí 2018 : Framlengdur frestur til umsókna til nýsköpunarverðlauna

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 verða afhent á ráðstefnu um nýsköpun föstudaginn 8. júní 2018. Frestur til að skila inn tilnefningu hefur verið framlengdur til 14. maí 2018.

Nánar...