Fréttir og tilkynningar: apríl 2018

Fyrirsagnalisti

20. apr. 2018 : Vísitala félagslegra framfara

Kópavogsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið upp vísitölu félagslegra framfara, VFF (Social Progress Index). Vísitalan mælir hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna og skapa þeim tækifæri til betra lífs. Samhliða hefur bæjarfélagið þróað lausnir fyrir þá mæli- og greiningarvinnu sem vísitalan krefst og nefndar hafa verið „Mælkó“.

Nánar...

18. apr. 2018 : Nýir félagsvísar hafar verið gefnir út

Velferðarráðuneyti og Hagstofa Íslands hafa gefið út Félagsvísa og er þetta 6. útgáfan af þeim. Félagsvísar eru greiningartæki sem leiðir fram breytingar í samtímanum, s.s. vegna opinberra aðgerða og þjóðfélagsþróunar. Megintilgangur Félagsvísa er að birta á einum stað safn tölulegra upplýsinga til að auðvelda stjórnvöldum og almenningi að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu.

Nánar...

16. apr. 2018 : Tilboð vegna öryggisvitundarfræðslu framlengt

Awarego hefur framlengt tilboð sitt vegna rammasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga um öryggisvitundarfræðslu til næstu mánaðamóta, en tilboðið rann út 16. apríl sl. Mörg sveitarfélög eru með málið í skoðun, en tilboðið er hagfellt ekki hvað síst minni og minnstu sveitarfélögunum.

Nánar...

16. apr. 2018 : Sveitarfélögum fækkar um tvö að kosningum loknum

Kosið verður til 72 sveitarstjórna í 74 sveitarfélögum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Samning Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps var samþykkt nýlega með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Í nóvember sl. samþykktu einnig Sandgerði og sveitarfélagið Garður að sameinast.

Nánar...

05. apr. 2018 : Óskað eftir tilnefningum til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018

Nyskopunarverdlaun-i-opinberri-stjornsyslu-2018

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 verða afhent á ráðstefnu um nýsköpun föstudaginn 8. júní 2018. Yfirskrift verðlaunanna í ár er „Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna“ en verðlaunin og ráðstefnan eru samvinnuverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Nánar...