Fréttir og tilkynningar: nóvember 2017

Fyrirsagnalisti

30. nóv. 2017 : Bein útsending frá UT-deginum

UT-dagurinn fer fram á Grand Hotel í dag með veglegri dagskrá. Fylgstu með.

Nánar...

28. nóv. 2017 : Hafnarfjarðarbær hlýtur Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu

Frumkvöðlaverkefnið Geitungarnir, atvinnutækifæri fyrir fatlað fólk, hlaut nýverið EPSA-verðlaun Evrópustofnunarinnar í opinberri þjónustu (EIPA). Verðlaunin eru veitt vegna góðra starfshátta og nýstárlegra úrslausna í opinberri þjónustu.

Nánar...

21. nóv. 2017 : Ísland í efsta sæti í þróun upplýsingasamfélagsins

Meassuring-the-information-society-2017

Ísland er í efsta sæti á lista Alþjóðafjarskiptasambandsins, ITU, yfir mælingar á upplýsingasamfélaginu. Ísland var í 2. sæti á síðasta ári og skaust á milli mælinga upp fyrir Suður-Kóreu, sem vermt hefur 1. sætið á undanförnum árum. Sviss er í 3. sæti listans og Danmörk í því 4.

Nánar...

10. nóv. 2017 : Endurskoðun lokið vegna eftirlits á stjórnsýslu sveitarfélaga

Nýjum verklagsreglum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um frumkvæðismál er ætlað að stuðla að virku stjórnsýslueftirliti hjá ráðuneytinu, en því er skv. sveitarstjórnarlögum heimilt að hafa frumkvæði að formlegri umfjöllun vegna meintra annmarka á stjórnsýslu sveitarfélaga. 

Nánar...