Fréttir og tilkynningar: 2017

Fyrirsagnalisti

29. des. 2017 : Ýmsar breytingar á skattalögum taka gildi um áramót

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á frétt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins þar sem gerð er grein fyrir ýmsum breytingum á skattalögum sem taka gildi um áramót. Í fréttinni kemur fram að miðað við fyrirliggjandi ákvarðanir sveitarstjórna munu aðeins tvö sveitarfélög breyta útsvari sínu um áramótin og verður meðalútsvar í staðgreiðslu óbreytt, 14,44%.

Nánar...

14. des. 2017 : Karlar hætta síður en konur

Líkur standa til þess, að sex af hverjum tíu fulltrúum, sem taka sæti í sveitarstjórn að kosningum loknum, séu nýliðar. Staðreyndin er jafnframt sú að hlutfallslega fleiri konur en karlar hverfa úr sveitarstjórnmálum að hverju kjörtímabili loknu.

Nánar...

07. des. 2017 : Af mörgu að taka í Sveitarstjórnarmálum

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, segist sjá tækifæri fyrir framhaldsskólann á Akranesi í þeim breytingum, sem fjórða iðnbyltingin hefur hrundið af stað í atvinnulífi landsmanna, í athyglisverðu viðtali í nýjasta tölublaði Sveitarstjórnarmála.

Nánar...

05. des. 2017 : Reykjavik.is besti sveitarfélagavefurinn

Vefur Reykjvíkurborgar var valinn besti sveitarfélagavefurinn af dómnefnd UT-dagsins 2017. Af ríkisstofnunum bar nýi stjórnarráðsvefurinn sigur úr býtum. Val dómnefndar byggði á úttektinni Hvað er spunnið í opinbera  vefi?  sem farið hefur fram annað hvert ár allt frá árinu 2005.

Nánar...

04. des. 2017 : Sveitarstjórnir hvattar til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir landsins til að ræða leiðir gegn kynferðisofbeldi og –áreiti í stjórnmálum og á vinnustöðum sveitarfélaga. Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, fjallaði á stjórnarfundi þess um frumkvæði stjórnmálakvenna „Í skugga valdsins“ og mikilvægi þess að sveitarfélög láti sig málið varða.

Nánar...

30. nóv. 2017 : Bein útsending frá UT-deginum

UT-dagurinn fer fram á Grand Hotel í dag með veglegri dagskrá. Fylgstu með.

Nánar...

28. nóv. 2017 : Hafnarfjarðarbær hlýtur Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu

Frumkvöðlaverkefnið Geitungarnir, atvinnutækifæri fyrir fatlað fólk, hlaut nýverið EPSA-verðlaun Evrópustofnunarinnar í opinberri þjónustu (EIPA). Verðlaunin eru veitt vegna góðra starfshátta og nýstárlegra úrslausna í opinberri þjónustu.

Nánar...

21. nóv. 2017 : Ísland í efsta sæti í þróun upplýsingasamfélagsins

Meassuring-the-information-society-2017

Ísland er í efsta sæti á lista Alþjóðafjarskiptasambandsins, ITU, yfir mælingar á upplýsingasamfélaginu. Ísland var í 2. sæti á síðasta ári og skaust á milli mælinga upp fyrir Suður-Kóreu, sem vermt hefur 1. sætið á undanförnum árum. Sviss er í 3. sæti listans og Danmörk í því 4.

Nánar...

10. nóv. 2017 : Endurskoðun lokið vegna eftirlits á stjórnsýslu sveitarfélaga

Nýjum verklagsreglum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um frumkvæðismál er ætlað að stuðla að virku stjórnsýslueftirliti hjá ráðuneytinu, en því er skv. sveitarstjórnarlögum heimilt að hafa frumkvæði að formlegri umfjöllun vegna meintra annmarka á stjórnsýslu sveitarfélaga. 

Nánar...

16. okt. 2017 : Hlutverk, ábyrgð og einkenni á loftslagsstefnum sveitarfélaga

Hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga gagnvart skuldbindingum þjóðarinnar í loftslagsmálum er fremur óljóst. Engu að síður gegna sveitarfélögin veigamiklu hlutverki fyrir framkvæmd þessara alþjóðlegu samninga hér á landi.  Ólafía Erla Svansdóttir greinir stöðu loftslagsmála á sveitarstjórnarstiginu í nýútkominni meistararitgerð sinni sem nefnist „Loftslagsstefnur sveitarfélaga – Hlutverk, ábyrgð og einkenni“.

Nánar...
Síða 1 af 3