Fréttir og tilkynningar: 2016

Fyrirsagnalisti

09. des. 2016 : Umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 hafið

Fjarskiptasjóður auglýsir nú umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt sem er landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli. Verkefnið hófst formlega síðastliðið vor með 450 milljón króna styrkveitingu fjarskiptasjóðs til 14 sveitarfélaga sem hlutskörpust urðu í samkeppni um þann styrk. Önnur fjármögnun kemur frá þeim sem tengjast, sveitarfélögunum sjálfum og fjarskiptafyrirtækjum eftir atvikum.

Nánar...

05. des. 2016 : Spilling og bætt siðferði

Ályktun Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins á haustþingi 2016 um aðgerðir til að berjast gegn spillingu og stuðla að bættu siðferði í sveitarfélögum og á svæðum.

Nánar...

07. nóv. 2016 : Yfirlit um stöðu þingmála

althingi-mynd

Að venju hefur undirritaður tekið saman yfirlit um stöðu þingmála að loknu löggjafarþingi en nú er 145. löggjafarþingi nýlokið. Þetta þing var hið lengsta í sögunni en allmörg stjórnarfrumvörp náðu þó ekki fram að ganga.

Nánar...

25. okt. 2016 : Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá sveitarfélögum

kosning

Á undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum.  Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. M.a. hefur verið horft til annarra norrænna ríkja en þar hefur kosningaþátttaka einnig breyst til hins verra. Þar hafa verið gerðar tilraunir með aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu með ýmsum hætti. Þær tilraunir eru sagðar hafa aukið kosningaþátttöku merkjanlega.

Nánar...

08. sep. 2016 : Samkomulag um rekstur hjúkrunarheimila

Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Sjúkratryggingar Íslands ásamt velferðarráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafa náð samkomulagi um mikilvægar forsendur er varða þjónustu og rekstur hjúkrunarheimila sem rekin eru á daggjöldum. Um er að ræða rammasamning til þriggja ára sem meðal annars felur í sér aukið fé til rekstrar hjúkrunarheimila. Einnig liggur fyrir sameiginleg bókun aðila um meðferð lífeyrisskuldbindinga. Aðilar samkomulagsins eru sammála um að ljúka gerð endanlegs samnings fyrir 1. október næstkomandi.

Nánar...

23. ágú. 2016 : Viðmiðunarfjárhæðir vegna aðstoðar við sameiningar sveitarfélaga hækkaðar

Breytt hefur verið vinnureglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úthlutunar fjárhagslegrar aðstoðar Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. Hafa viðmiðunarfjárhæðir verið hækkaðar en þeim var síðast breytt árið 2008.

Nánar...

09. maí 2016 : Tölfræði höfuðborgarsvæðisins

Í tengslum við sóknaráætlanir landshluta, sem eru sameiginlegt þróunarverkefni sveitarfélaga og ráðuneyta, hefur SSH safnað tölfræðiupplýsingum um höfuðborgarsvæðið og útbúið framsetningu þeirra með myndrænum hætti á vefsíðu samtakanna. Þessar upplýsingar taka til ýmissa lykilþátta er varða lýðfræði höfuðborgarsvæðisins, húsnæði og samgöngur.

Nánar...

25. apr. 2016 : Samstarf, sameining eða þriðja stjórnsýslustigið?

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á málþingi um rannsókn á samstarfi sveitarfélaga, sem haldið verður í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 29. apríl nk. Yfirskrift fundarins er „Samstarf, sameining eða þriðja stjórnsýslustigið?“

Nánar...

11. apr. 2016 : 30. landsþing sambandsins

Föstudaginn 8. apríl 2016 var XXX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið í Reykjavík. Yfirskrift landsþingsins að þessu sinni var Umbætur og breytingar – tækifæri eða ógnanir? Meginumræðuefni landsþingsins voru fjármál sveitarfélaga og húsnæðismál.

Nánar...

04. mar. 2016 : Samningar við meistaranema undirritaðir

Í dag, föstudaginn 4. mars, skrifaði Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, undir samninga við þrjá meistaranema um styrki vegna meistararitgerða þeirra sem fjalla um  málefni sveitarfélaga og  hafa skírskotun til markmiða og aðgerða í stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014-2018. Hver styrkur nemur  250.000 kr.

Nánar...
Síða 1 af 2