Fréttir og tilkynningar: janúar 2015

Fyrirsagnalisti

26. jan. 2015 : Geðheilsustöðin í Breiðholti hlaut nýsköpunarverðlaunin 2015

Geðheilsustöðin í Breiðholti hlaut nýsköpunarverðlaunin 2015 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, sem afhent voru á ráðstefnu á Grand hótel sl. föstudag, 23. janúar. Verðlaunin voru í dag afhent í fjórða sinn og að þessu sinni voru um 50 verkefni tilnefnd.

Nánar...

21. jan. 2015 : Er íbúalýðræði leiðin til betri stjórnhátta

Nyskopun

Samband íslenskra sveitarfélaga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa fyrir opnu síðdegismálþingi föstudaginn 30. janúar 2015 kl. 15:00-17:30 í Norræna húsinu í tilefni að útkomu nýrrar bókar dr. Gunnars Helga Kristinssonar stjórnmálafræðiprófessors.

Nánar...

13. jan. 2015 : Skapandi þjónusta forsenda velferðar

Hugmyndir

Föstudaginn 23. janúar nk. verður haldinn hádegisverðarfundur um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Heiti ráðstefnunnar er Skapandi þjónusta forsenda velferðar; Samvinna – Hönnun – Þekking. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, setur fundinn en aðal fyrirlesari er Nikolaj Lubanski framkvæmdastjóri hjá Copenhagen Capacity og mun hann ræða um þróun nýsköpunarmála í opinbera geiranum á Norðurlöndum.

Nánar...