Fréttir og tilkynningar: 2015

Fyrirsagnalisti

10. nóv. 2015 : Áskorun til ráðherra og alþingismanna

Landshlutasamtök á öllu landinu skora á ráðherra og alþingismenn að tryggja við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 verði aukin framlög til eftirtalinna málaflokka sem allir eru gríðarlega mikilvægir fyrir byggðaþróun til framtíðar.

Nánar...

14. okt. 2015 : Tekjustofnar sveitarfélaga í brennidepli

Tekjustofnar sveitarfélaga hafa verið áberandi í ályktunum landshlutasamtaka sveitarfélaga en þau halda aðalfundi sína nú á haustdögum. Nú þegar hafa aðalfundir SSA, Eyþings, FV og SSS farið fram, sem og haustþing SSV. SSNV heldur sinn aðalfund 16. október, SSH og SASS halda sína aðalfundi síðustu helgina í október.

Nánar...

09. okt. 2015 : Umsögn sambandsins um forsendur fjárlaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent nefndasviði Alþingis umsögn sína um frumvarp um forsendur fjálaga, 2. mál.

Nánar...

08. okt. 2015 : Ríki og sveitarfélög þurfa að sitja við sama borð við úthlutun fjármuna til ferðamannastaða

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent Alþingi umsögn um frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, 133. mál.

Nánar...

25. sep. 2015 : Aukin útgjöld vegna ferðafólks en hvar eru tekjurnar?

Hlutverk sveitarfélaga í ferðaþjónustu á Íslandi er verulegt og vaxandi og útgjöld þeirra aukast í samræmi við það. Sveitarfélögin skortir hins vegar tekjur til að standa undir þjónustu sinni og verkefnum, þrátt fyrir að mörg ný störf hafi skapast í greininni sem hafa fært sveitarfélögum útsvarstekjur. Þetta kom fram í erindi Kristins Jónassonar, bæjarstjóra í Snæfellsbæ, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Nánar...

24. apr. 2015 : Staðsetning ríkisstarfa

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Byggðastofnun hefur látið gera könnun á staðsetningu ríkisstarfa miðað við áramótin 2013/2014. Helstu niðurstöður hennar eru að þau stöðugildi sem greidd voru í gegnum Fjársýsluna og stöðugildi á vegum opinberra hlutafélaga voru samtals 18.718. Ef horft er á fjölda stöðugilda á vegum stofnana og aðila sem njóta framlaga frá ríkinu til starfsemi sinnar þá bætast við 3.865 stöðugildi og þar með eru stöðugildin alls 22.584 um áramótin 2013/2014. Þarna er verið að „víkka út“ skilgreininguna á hvað er talið með sem ríkisstörf.

Nánar...

07. apr. 2015 : Evrópsk stjórnsýsluverðlaun, EPSA 2015

Íslensk sveitarfélög geta tilnefnt verkefni til verðlauna. Tilnefningarfrestur er til 24. apríl nk. Nánari upplýsingar á www.epsa2015.eu

Nánar...

11. feb. 2015 : Sóknaráætlanir landshluta 2015-2019

Þriðjudaginn 10. febrúar var skrifað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Nokkur reynsla er komin af sóknaráætlunum landshluta enda hafa þær verið við líði í þrjú ár í núverandi formi. Nú er verið að sameina í einn samning verkefnin sóknaráætlanir landshluta, vaxtarsamninga og menningarsamninga.

Nánar...

26. jan. 2015 : Geðheilsustöðin í Breiðholti hlaut nýsköpunarverðlaunin 2015

Geðheilsustöðin í Breiðholti hlaut nýsköpunarverðlaunin 2015 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, sem afhent voru á ráðstefnu á Grand hótel sl. föstudag, 23. janúar. Verðlaunin voru í dag afhent í fjórða sinn og að þessu sinni voru um 50 verkefni tilnefnd.

Nánar...
Síða 1 af 2