Fréttir og tilkynningar: september 2014

Fyrirsagnalisti

29. sep. 2014 : Halldór Halldórsson endurkjörinn formaður sambandsins

Á XXVIII. landsþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri dagana 24.-26. september sl. var Halldór Halldórsson  endurkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga til næstu fjögurra ára. Í upphafi þingsins lagði kjörnefnd fram tillögu sína um næstu stjórn sambandsins og þar sem engin mótframboð bárust gegn henni var stjórnin sjálfkjörin og formaðurinn einnig.

Nánar...

25. sep. 2014 : Stefnumótunarvinna á landsþingi

Um 250 sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga vinna nú að því á XXVIII. landsþingi sambandsins að móta stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga til næstu fjögurra ára. Mikil vinna liggur að baki stefnumótuninni sem verður samþykkt á lokadegi landsþingsins á morgun.

Nánar...

24. sep. 2014 : Eitt af meginverkefnum sveitarstjórnarmanna er að hyggja að framtíðinni

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setti XXVIII. landsþing í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri nú laust eftir kl. 16:00 í dag. Í setningarræðu sinni sagði hann m.a. að í upphafi nýs kjörtímabils sé það eitt af meginverkefnum sveitarstjórnarmanna að hyggja að framtíðinni og leggja niður fyrir sér hvernig þeir sjá þróun sveitarstjórnarstigsins og með hvaða hætti á að styrkja og efla þjónustuna við íbúana næstu fjögur árin.

Nánar...

24. sep. 2014 : XXVIII. landsþing sambandsins haldið á Akureyri 24.-26. september

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Landsþing sambandsins, það 28. í röðinni, verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri dagana 24.-26. september. Formaður sambandsins setur þingið kl. 16:15 í dag en að því loknu flytur innanríkirráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, ávarp.

Nánar...