Fréttir og tilkynningar: júní 2014

Fyrirsagnalisti

16. jún. 2014 : Nýjar sveitarstjórnir

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Þann 15. júní tóku nýjar sveitarstjórnir við völdum og eru flestar nýkjörnar sveitarstjórnir að koma saman til fyrsta fundar þessa dagana til þess að kjósa sér oddvita, kjósa í nefndir og jafnvel að ganga frá ráðningum framkvæmdastjóra sveitarfélaga.

Nánar...

06. jún. 2014 : Sveitarstjórnarréttur

Uppbodshamar

Út er komin bókin Sveitarstjórnarréttur eftir Trausta Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Í bókinni er fjallað heildstætt um helstu atriði sveitarstjórnarréttar. Bókin er ætluð til kennslu á háskólastigi en gagnast einnig vel þeim er starfa að málefnum sveitarfélaga. Bókinni fylgja ítarlegar atriðaorða- og dómaskrár sem styðja við notkun hennar.

Nánar...

05. jún. 2014 : Úthlutun sæta í nefndir og ráð samkvæmt d'Hondts reglu

Fyrirspurn

Starfsmenn sambandsins hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir að loknum sveitarstjórnarkosningum um úthlutun sæta í nefndir og ráð en samkvæmt 40. gr. sveitarstjórnarlaga gildir svokölluð d´Hondts regla um skiptingu þessara sæta þegar fram fer listakosning í nefndir.

Nánar...