Fréttir og tilkynningar: 2014

Fyrirsagnalisti

05. des. 2014 : Breytingar á tekjustofnalögum

Althingi_300x300p

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsagnir um tvö frumvörp um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Annars vegar um mál nr. 366 þar sem kveðið er á um þrenns konar breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, og hins vegar mál nr. 29 þar sem lagt er til að ákvæði í 24. gr. laganna um lágmarkshlutfall útsvars falli brott. 

Nánar...

30. okt. 2014 : Margar ástæður fyrir minnkandi kosningaþátttöku

Í rannsókn, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og innanríkisráðuneytið, Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands, Félagsvísindastofnunar HÍ og doktorsnema við Háskólann í Mannheim, kemur fram að óspennandi valkostir og lítil áhrif hvers og eins eru helstu ástæðurnar sem fólk nefnir fyrir því að það mætti ekki á kjörstað í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Nánar...

17. okt. 2014 : Sameining sveitarfélaga á Vesturlandi

pusl

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa gefið út skýrsluna Sameiningar sveitarfélaga á Vesturlandi – möguleikar nokkurra valkosta og hugsanleg áhrif þeirra árið 2014. Höfundar skýrslunnar eru Vífill Karlsson og Torfi Jóhannesson.

Nánar...

29. sep. 2014 : Halldór Halldórsson endurkjörinn formaður sambandsins

Á XXVIII. landsþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri dagana 24.-26. september sl. var Halldór Halldórsson  endurkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga til næstu fjögurra ára. Í upphafi þingsins lagði kjörnefnd fram tillögu sína um næstu stjórn sambandsins og þar sem engin mótframboð bárust gegn henni var stjórnin sjálfkjörin og formaðurinn einnig.

Nánar...

25. sep. 2014 : Stefnumótunarvinna á landsþingi

Um 250 sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga vinna nú að því á XXVIII. landsþingi sambandsins að móta stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga til næstu fjögurra ára. Mikil vinna liggur að baki stefnumótuninni sem verður samþykkt á lokadegi landsþingsins á morgun.

Nánar...

24. sep. 2014 : Eitt af meginverkefnum sveitarstjórnarmanna er að hyggja að framtíðinni

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setti XXVIII. landsþing í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri nú laust eftir kl. 16:00 í dag. Í setningarræðu sinni sagði hann m.a. að í upphafi nýs kjörtímabils sé það eitt af meginverkefnum sveitarstjórnarmanna að hyggja að framtíðinni og leggja niður fyrir sér hvernig þeir sjá þróun sveitarstjórnarstigsins og með hvaða hætti á að styrkja og efla þjónustuna við íbúana næstu fjögur árin.

Nánar...

24. sep. 2014 : XXVIII. landsþing sambandsins haldið á Akureyri 24.-26. september

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Landsþing sambandsins, það 28. í röðinni, verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri dagana 24.-26. september. Formaður sambandsins setur þingið kl. 16:15 í dag en að því loknu flytur innanríkirráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, ávarp.

Nánar...

14. ágú. 2014 : Umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar

Althingi_300x300p

Sambandið hefur sent forsætisráðuneytinu umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar sem birt var í júní sl.

Lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa á undanförnum árum lagt umtalsverða vinnu í að koma á framfæri sjónarmiðum og áherslum sveitarfélaga í tengslum við störf stjórnlagaráðs og umfjöllun á Alþingi um frumvarp til stjórnskipunarlaga.

Nánar...

16. jún. 2014 : Nýjar sveitarstjórnir

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Þann 15. júní tóku nýjar sveitarstjórnir við völdum og eru flestar nýkjörnar sveitarstjórnir að koma saman til fyrsta fundar þessa dagana til þess að kjósa sér oddvita, kjósa í nefndir og jafnvel að ganga frá ráðningum framkvæmdastjóra sveitarfélaga.

Nánar...
Síða 1 af 2