Fréttir og tilkynningar: 2013 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

15. mar. 2013 : Orð eru til alls fyrst

HalldorHalldorsson

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setti XXVII. landsþing sambandsins á Grand hótel í Reykjavík í morgun. Í setningarræðu sinni varð honum tíðrætt um málefni grunnskólans.

Nánar...

12. mar. 2013 : Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu - skráning opin

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til málþings í tengslum við landsþingið sem mun byggjast á þeim námsferðum sem farnar hafa verið undanfarin tvö ár til að kynna sér byggðamál í aðildarríkjum ESB. Málþingið á erindi við kjörna fulltrúa í sveitarfélögum og aðra yfirstjórnendur, svo og stjórnendur og starfsmenn landshlutasamtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélaga.

Nánar...

25. jan. 2013 : Kynning á tillögu nefndar um frumvarp til laga um tónlistarskóla

Trompetleikari_litil

Nefnd um endurskoðun laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985, hefur lokið störfum og afhent Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, tillögu sína að frumvarpi til laga um tónlistarskóla.Frumvarpstillagan fer nú í opið samráðsferli á vef ráðuneytisins til þess að gefa öllum kost á að kynna sér efni hennar og beina athugasemdum sínum og ábendingum til ráðuneytisins. Veittur er frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin til 6. febrúar 2013.

Nánar...

22. jan. 2013 : Endurbirt útgáfa að samþykkt um ritun fundargerða

Nam

Innanríkisráðuneytið hefur endurútgefið leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna. Markmið leiðbeininganna er að veita leiðsögn um ritun fundargerða sveitarstjórna, m.a. um hvað þar er skylt að bóka, um staðfestingu þeirra þegar að loknum fundi og skráningu og meðferð rafrænna fundargerða, sbr. 2. mgr. 19. gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Nánar...

15. jan. 2013 : Frumvarp til stjórnskipunarlaga

Althingi_300x300p

Á nýju ári hefur sambandið sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf ásamt minnisblöðum og athugasemdum sem lúta flestar að því að ákvæði frumvarps til stjórnskipunarlaga, 415. mál hafi að geyma of ítarlegur efnisreglur, í stað þess að setja fram skýr og hnitmiðuð markmiðsákvæði sem löggjafanum og stjórnvöldum ríkis og sveitarfélaga ber að framfylgja.

Nánar...

04. jan. 2013 : Frumvarp um persónukjör tilbúið í innanríkisráðuneytinu

pusl

Í innanríkisráðuneytinu liggur fyrir frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna og er meginefni þess að auka vægi persónukjörs. Frumvarpið byggjast á skjali frá starfshópi innanríkisráðherra um persónukjör sem kynnt var á vef ráðuneytisins í september síðastliðnum.

Nánar...
Síða 2 af 2