Fréttir og tilkynningar: mars 2013

Fyrirsagnalisti

22. mar. 2013 : Samningar um sóknaráætlanir landshluta undirritaðir

KarlBj

Í hádeginu í dag, föstudaginn 22. mars, undirrituðu Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra og fulltrúar landshlutasamtaka samning um sóknaráætlanir landshluta. Með undirritun samninganna er brotið blað í sögu samskipta landshlutasamtakanna við Stjórnarráðið þegar kemur að úthlutun opinberra fjármuna til einstakra verkefna innan landshluta.

Nánar...

20. mar. 2013 : Orlof húsmæðra 2013

Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera 100,14 krónur fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk.  sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.

Nánar...

15. mar. 2013 : Orð eru til alls fyrst

HalldorHalldorsson

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setti XXVII. landsþing sambandsins á Grand hótel í Reykjavík í morgun. Í setningarræðu sinni varð honum tíðrætt um málefni grunnskólans.

Nánar...

12. mar. 2013 : Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu - skráning opin

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til málþings í tengslum við landsþingið sem mun byggjast á þeim námsferðum sem farnar hafa verið undanfarin tvö ár til að kynna sér byggðamál í aðildarríkjum ESB. Málþingið á erindi við kjörna fulltrúa í sveitarfélögum og aðra yfirstjórnendur, svo og stjórnendur og starfsmenn landshlutasamtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélaga.

Nánar...