Fréttir og tilkynningar: 2013

Fyrirsagnalisti

30. sep. 2013 : Tilnefninga óskað vegna nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Nyskopunarverdlaun_2013

Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða haldin í þriðja sinn 24. janúar nk. Á síðustu tveimur árum hafa um 100 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna. Tvö verkefni hafa fengið verðlaunin auk þess sem átta önnur framúrskarandi verkefni hafa fengið sérstakar viðurkenningar. Allar ríkisstofnanir, ráðuneyti og sveitarfélög landsins geta tekið þátt og tilnefnt verkefni til nýsköpunarverðlaunanna.

Nánar...

27. ágú. 2013 : Einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið - hvað getum við lært af reynslu annarra þjóða?

Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands efna til hádegisverðarfundar um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið, mánudaginn 2. september næstkomandi.

Nánar...

08. júl. 2013 : 6. tölublað Tíðinda er komið út

Forsida

Sjötta tölublað Tíðinda, rafræns fréttabréfs Sambands íslenskra sveitarfélaga, er komið út. Í Tíðindum er að þessu sinni m.a. fjallað um starfsmatið SAMSTARF, kynjahlutfall í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum sambandsins og um samspil laga um almannatryggingar við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Nánar...

02. júl. 2013 : Drög að frumvarpi til laga um opinber fjármál

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í síðustu viku drög að frumvarpi til laga um opinber fjármál. Drögin eru nú aðgengileg á vef ráðuneytisins. Umsagnarfrestur um frumvarpið er til 20. ágúst nk. Í frumvarpinu er gerð tillaga um heildstæða umgjörð um opinber fjármál. Tiltekin ákvæði þess taka til hins opinbera í heild, þ.á m. sveitarfélaga. Í þessari samantekt verður einkum horft til áhrifa frumvarpsins á sveitarfélögin

Nánar...

31. maí 2013 : Eitt ár til sveitarstjórnarkosninga

kosningar

Í dag, 31. maí, er nákvæmlega ár til næstu sveitarstjórnarkosninga, sem lögum samkvæmt fara ávallt fram síðasta laugardag í maí sem ekki ber upp á hvítasunnuhelgi. Kjördagur verður því 31. maí 2014. Við sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru 29. maí 2010 voru sveitarfélögin 76 að tölu. Það sem af er kjörtímabilinu hafa orðið tvær sameiningar sveitarfélaga.

Nánar...

30. maí 2013 : Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar og sveitarfélögin

rikisstjorn-sdg

Að afloknum alþingiskosningum í apríl sl. var öllum þingmönnum sent bréf frá sambandinu með upplýsingum um helstu áherslur sambandsins í samskiptum þess við Alþingi og ríkisstjórn. Eru þær hluti af ítarlegri stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem gildir fyrir árin 2011-2014.

Nánar...

22. mar. 2013 : Samningar um sóknaráætlanir landshluta undirritaðir

KarlBj

Í hádeginu í dag, föstudaginn 22. mars, undirrituðu Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra og fulltrúar landshlutasamtaka samning um sóknaráætlanir landshluta. Með undirritun samninganna er brotið blað í sögu samskipta landshlutasamtakanna við Stjórnarráðið þegar kemur að úthlutun opinberra fjármuna til einstakra verkefna innan landshluta.

Nánar...

20. mar. 2013 : Orlof húsmæðra 2013

Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera 100,14 krónur fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk.  sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.

Nánar...
Síða 1 af 2