Fréttir og tilkynningar: 2012 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

13. nóv. 2012 : Ferðamálaþing 2012 – hugsaðu þér stað!

Trompetleikari_litil

„Hugsaðu þér stað!“ er yfirskrift ferðamálaþings 2012 sem Ferðamálastofa efnir til föstudaginn 23. nóvember. Þingið er haldið í Hörpu, Kaldalóni, kl 13-17. Þingið er að þessu sinn helgað mikilvægi heildarsýnar við uppbyggingu áfangastaða.

Nánar...

01. nóv. 2012 : Drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur

Althingi_300x300p

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur á landi. Við samningu frumvarps þessa hefur verið haft að leiðarljósi að skapa almenna löggjöf sem í senn tryggir festu og sveigjanleika á þessu sviði þannig að ólíkir hagsmunahópar og rekstaraðilar geti þrifist.

Nánar...

31. okt. 2012 : Reykjavíkurborg og Akureyrarkaupstaður hlutu nýsköpunarverðlaun

nyskopun-op-verdlaun

Í morgun efndu fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag stjórnenda á stjórnsýslu- og fjármálasviðum sveitarfélaga, Rannís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands til ráðstefnu um nýsköpun undir heitinu "Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu-Betri lausnir fyrir fólk og samfélag". 

Nánar...

22. okt. 2012 : Sameining samþykkt

Alftanes_Gardabaer

Sameining Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftanes var samþykkt í báðum sveitarfélögum í íbúakosningu sem fram fór laugardaginn 20. október sl. Kjörsókn var góð í báðum sveitarfélögum, á Álftanesi var kjörsókn um 66% en í Garðabæ um 64%.

Nánar...

22. ágú. 2012 : Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – umsóknarfrestur er til 10. september

Reykjavik-006

Sveitarfélög eru minnt á að frestur til að senda inn umsóknir til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða er til og með 10. september nk.

Nánar...

13. júl. 2012 : Björn Friðfinnsson, fv. formaður sambandsins, látinn

Bjorn_Fridfinnsson

Björn Friðfinnsson lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga lést fimmtudaginn 12. júlí, 72 ára að aldri. Björn átti að baki langan starfsferil í opinberri stjórnsýslu. Hann starfaði sem ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneyti, sameinuðu viðskipta- og iðnaðarráðuneyti og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Björn var formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 1982-1986

Nánar...

25. jún. 2012 : Kosið um sameiningu Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness

Alftanes_Gardabaer

Atkvæðagreiðsla um sameiningu Garðabæjar og Álftaness mun fara fram sama dag og ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs verður haldin.

Nánar...

08. jún. 2012 : Um kjörtímabil oddvita og varaoddvita

Fyrirspurn
Sambandið hefur undanfarið fengið fyrirspurnir frá nokkrum sveitarfélögum um túlkun nýrra sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hvað varðar kjörtímabil oddvita og varaoddvita. Er almennt spurt hvort þörf sé á því að láta oddvitakjör fara fram á þessu ári, vegna þess að lögin kveða nú á um að kjörtímabil oddvita og varaoddvita sé jafnlangt og umboð sveitarstjórnar. Nánar...

24. maí 2012 : Tillaga um sameiningu lögð fyrir íbúa

gardabaer_nytt

Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samþykkti samhljóða á fundi sínum fimmtudaginn 24. maí bókun þar sem fram kemur það álit nefndarinnar að fram eigi að fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu. Álit nefndarinnar ásamt greinargerð verður send bæjarstjórnum sveitarfélaganna tveggja sem er þar með skylt að hafa um það tvær umræður í bæjarstjórn án atkvæðagreiðslu, skv. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.

Nánar...

24. maí 2012 : Samkomulag um endurskipulagningu fjármála Sveitarfélagsins Álftaness

Alftaneslogo
Fjárhaldsstjórn Sveitarfélagsins Álftaness hefur náð samkomulagi um lækkun skulda og skuldbindinga sveitarfélagsins en fjárhaldsstjórnin hefur síðustu misseri unnið með sveitarstjórninni að endurskipulagingu fjármála sveitarfélagsins. Forsenda samkomulagsins er sameining sveitarfélaganna Álftaness og Garðabæjar. Nánar...
Síða 2 af 3