Fréttir og tilkynningar: desember 2012

Fyrirsagnalisti

28. des. 2012 : Námskeið í stjórnsýslurétti fyrir starfsmenn sveitarfélaga

Háskóli Íslands

Dagana 21. janúar til 27. febrúar 2013 efnir Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og félag forstöðumanna ríkisstofnana í samvinnu við forsætisráðuneytið og Reykjavíkurborg til sex vikna námskeiðs í stjórnsýslurétti fyrir starfsmenn ráðuneyta, ríkisstofnana og sveitarfélaga. Námskeiðið er einkum ætlað ólöglærðum starfsmönnum ríkisins og starfsmönnum sveitarfélaga sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni.

Nánar...

27. des. 2012 : Tillaga að nýjum stjórnarskrárákvæðum um stöðu sveitarfélaga - umsögn sambandsins

Althingi_300x300p

Sambandið hefur sent umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um þá þætti í frumvarpi til stjórnskipunarlaga er varða stjórnskipulega stöðu sveitarfélaga. Umsögnin fjallar aðallega um VII. kafla frumvarpsins og álitaefni sem snúa að 2. gr. þess.

Nánar...

27. des. 2012 : Lengri frestur til að fjalla um stjórn og fundarsköp sveitarstjórna

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Alþingi hefur samþykkt þá breytingu á sveitarstjórnarlögum að framlengja frest í ákvæði til bráðabirgða um samþykktir um stjórn sveitarfélaga og fundarsköp sveitarstjórnar. Er frestur veittur til 30. júní 2013.

Nánar...

20. des. 2012 : Lagabreytingar samþykktar á Alþingi

Althingi_300x300p

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að þrjár mikilvægar lagabreytingar voru samþykktar á Alþingi í gær, 19. desember 2012. Eru það breyting á sveitarstjórnarlögum, lögum um gatnagerðargjald og skipulagslögum. 

Nánar...

18. des. 2012 : Breytingar á lögum um opinber innkaup - umsögn sambandsins

mappa

Á undanförnum misseri hefur töluvert verið rætt um svokallaðar viðmiðunarfjárhæðir í innkaupum ríkis og sveitarfélaga. Þessar viðmiðunarfjárhæðir eru af  tvennum toga: Annars vegar eru EES-viðmiðunarfjárhæðir, sem mæla fyrir um það hvenær skuli efnt til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu. Hins vegar eru lægri viðmiðunarfjárhæðir sem tiltaka hvenær útboðsskylda verður virk innanlands.

Nánar...

13. des. 2012 : Framlengdur frestur vegna samþykkta um stjórn sveitarfélaga

Althingi_300x300p

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, með síðari breytingum (samþykktir um stjórn sveitarfélaga). Í frumvarpinu er kveðið á um það að samþykktir um stórn og fundarsköp sveitarfélaga skuli halda gildi tínu til 30. júní 2013 í stað 1. janúar sama ár.

Nánar...

10. des. 2012 : Samráðsfundur ríkis og sveitarfélaga

Samradsfundur-015a

Samráðsfundur ríkis og sveitarfélaga var haldinn sl. föstudag. Slíkir fundir eru haldnir í það minnsta einu sinni á ári og sátu hann fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, innanríkisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Einnig sat velferðarráðherra hluta fundarins.

Nánar...