Fréttir og tilkynningar: nóvember 2012

Fyrirsagnalisti

29. nóv. 2012 : Frumvarp til laga um afnám húsmæðraorlofs lagt fram

vintagehousewife

Sex þingmenn Samfylkingar hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um orlof húsmæðra nr. 53/1972 með síðari breytingum. Frumvarpinu er ætlað að fella úr gildi lög um orlof húsmæðra en þó er gert ráð fyrir því, í ákvæði til bráðabirgða, að sveitarfélög geti heimilað orlofsnefnd að starfa áfram til 1. maí nk. sé rekstrarfé í sjóðum nefndarinnar.

Nánar...

20. nóv. 2012 : Fyrirmyndir að samþykkt um stjórn sveitarfélaga og ritun fundargerða

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga. Fyrirmyndin er gerð á grundvelli 9. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Gildir sú fyrirmynd þar til ráðuneytið hefur staðfest sérstaka sambærilega samþykkt fyrir sveitar­félag. Fyrirmyndinina má finna á vef innanríkisráðuneytisins.

Nánar...

15. nóv. 2012 : Viðbrögð vegna atvinnulausra sem hverfa af atvinnuleysisbótum

PPP_PRD_090_3D_people-Cooperation

Eins og kunnugt er stendur ekki til af hálfu ríkisstjórnar og Alþingis að framlengja bráðbirgðaákvæði um rétt til atvinnuleysisbóta í fjögur ár um næstu áramót. Því er fyrirsjáanlegt að á tímabilinu 1. september 2012 til 31. desember 2013 hafi 3.700 manns fullnýtt bótarétt sinn. Til viðbótar sýnir könnun, sem gerð var á vegum sambandsins og kynnt á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í september sl., að um 1.500 manns fái nú þegar fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum vegna þess að þeir eru án atvinnu og eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta.

Nánar...

13. nóv. 2012 : Ferðamálaþing 2012 – hugsaðu þér stað!

Trompetleikari_litil

„Hugsaðu þér stað!“ er yfirskrift ferðamálaþings 2012 sem Ferðamálastofa efnir til föstudaginn 23. nóvember. Þingið er haldið í Hörpu, Kaldalóni, kl 13-17. Þingið er að þessu sinn helgað mikilvægi heildarsýnar við uppbyggingu áfangastaða.

Nánar...

01. nóv. 2012 : Drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur

Althingi_300x300p

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur á landi. Við samningu frumvarps þessa hefur verið haft að leiðarljósi að skapa almenna löggjöf sem í senn tryggir festu og sveigjanleika á þessu sviði þannig að ólíkir hagsmunahópar og rekstaraðilar geti þrifist.

Nánar...