Fréttir og tilkynningar: maí 2012

Fyrirsagnalisti

24. maí 2012 : Tillaga um sameiningu lögð fyrir íbúa

gardabaer_nytt

Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samþykkti samhljóða á fundi sínum fimmtudaginn 24. maí bókun þar sem fram kemur það álit nefndarinnar að fram eigi að fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu. Álit nefndarinnar ásamt greinargerð verður send bæjarstjórnum sveitarfélaganna tveggja sem er þar með skylt að hafa um það tvær umræður í bæjarstjórn án atkvæðagreiðslu, skv. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.

Nánar...

24. maí 2012 : Samkomulag um endurskipulagningu fjármála Sveitarfélagsins Álftaness

Alftaneslogo
Fjárhaldsstjórn Sveitarfélagsins Álftaness hefur náð samkomulagi um lækkun skulda og skuldbindinga sveitarfélagsins en fjárhaldsstjórnin hefur síðustu misseri unnið með sveitarstjórninni að endurskipulagingu fjármála sveitarfélagsins. Forsenda samkomulagsins er sameining sveitarfélaganna Álftaness og Garðabæjar. Nánar...