Fréttir og tilkynningar: mars 2012

Fyrirsagnalisti

28. mar. 2012 : Átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Ungt-folk

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu velferðarráðherra um átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur næsta sumar. Áætlað er að verja allt að 383 milljónum króna í heild til verkefnisins. Vinnumálastofnun mun stýra átakinu sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög.

Nánar...

22. mar. 2012 : Landsþing 2012

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, það XXVI. í röðinni verður haldið að ICELANDAIR HÓTEL REYKJAVÍK NATURA á morgun föstudaginn 23. mars og hefst það kl. 9:30. Skráning landsþingsfulltrúa hefst kl. 8:45. Áréttað er að þingið hefur verið fært yfir á gamla Hótel Lofleiðir.

Nánar...

07. mar. 2012 : Lagafrumvarp um breytingar á fasteignagjöldum á hesthús

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp þar sem lagt er til að fasteignagjöld á hesthús verði færð til um flokk sem leiða myndi til lækkunar gjalda. Með lögunum er ákvarðað að hesthús falli undir flokk með íbúðarhúsum og fleiri mannvirkjum.

Nánar...