Fréttir og tilkynningar: desember 2011

Fyrirsagnalisti

20. des. 2011 : Nýtt nám fyrir stjórnendur hjá sveitarfélögum

Nemendur

Háskólinn á Bifröst efnir til náms fyrir stjórnendur innan sveitarfélaga sem miðar að sterkari stjórnsýslu. Markmiðið með náminu er að auka þekkingu, hæfni og leikni stjórnenda innan sveitarfélaga til þess að takast á við krefjandi starfsumhverfi og auka samvinnu þeirra í milli.

Nánar...

19. des. 2011 : Aðgerðir í þágu langtímaatvinnulausra

undirskrift-077

Þann 16. desember sl. undirritaði Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, yfirlýsingu um eflingu atvinnulífs undir yfirskriftinni „TIL VINNU“. Við undirritunina gat Halldór þess að aðgerðirnar ættu að gagnast mörgum við að komast af atvinnuleysisskrá en í eðli sínu væru aðgerðirnar tímabundnar og því lagði hann þunga áhersla að hjól atvinnulífsins fari að snúast á eðlilegum hraða þannig að fólk geti fengið atvinnu til lengri tíma litið hjá fyrirtækjum landsins.

Nánar...