Fréttir og tilkynningar: 2011

Fyrirsagnalisti

20. des. 2011 : Nýtt nám fyrir stjórnendur hjá sveitarfélögum

Nemendur

Háskólinn á Bifröst efnir til náms fyrir stjórnendur innan sveitarfélaga sem miðar að sterkari stjórnsýslu. Markmiðið með náminu er að auka þekkingu, hæfni og leikni stjórnenda innan sveitarfélaga til þess að takast á við krefjandi starfsumhverfi og auka samvinnu þeirra í milli.

Nánar...

19. des. 2011 : Aðgerðir í þágu langtímaatvinnulausra

undirskrift-077

Þann 16. desember sl. undirritaði Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, yfirlýsingu um eflingu atvinnulífs undir yfirskriftinni „TIL VINNU“. Við undirritunina gat Halldór þess að aðgerðirnar ættu að gagnast mörgum við að komast af atvinnuleysisskrá en í eðli sínu væru aðgerðirnar tímabundnar og því lagði hann þunga áhersla að hjól atvinnulífsins fari að snúast á eðlilegum hraða þannig að fólk geti fengið atvinnu til lengri tíma litið hjá fyrirtækjum landsins.

Nánar...

29. nóv. 2011 : Kosið um sameiningu Bæjarhrepps og Húnaþings vestra á laugardag

pusl
Kosningar um sameiningu sveitarfélaganna Bæjarhrepps og Húnaþings vestra fara fram laugardaginn 3. desember næstkomandi. Kjörstaðir verða bæði á Hvammstanga og á Borðeyri. Nánar...

11. okt. 2011 : Kröfur verktaka um endurskoðun á verksamningnum vegna vísitölubreytinga á fyrri hluta árs 2009

Fyrirspurn

Eins og mörgum sveitarfélögum mun kunnugt hafa málaferli spunnist af breytingum sem Alþingi samþykkti þann 1. mars 2009 á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Í framhaldi af lækkuninni fengu allmörg sveitarfélög kröfur frá verktökum um að verksamningar, sem gerðir voru fyrir lagabreytinguna og eru tengdir byggingarvísitölu, yrðu verðbættir þannig að horft verði framhjá umræddri 3,1% lækkun.

Nánar...

19. sep. 2011 : Ný sveitarstjórnarlög samþykkt á Alþingi

Althingi_300x300p

Eins og sveitarstjórnarmönnum er kunnugt samþykkti Alþingi 17. september sl. ný sveitarstjórnarlög. Verulegum áfanga er náð með samþykkt nýrra sveitarstjórnarlaga. Mikið verk er þó framundan, m.a. um frekari útfærslu og innleiðingu fjármálareglna með gerð aðlögunaráætlana til allt að tíu ára.

Nánar...

23. maí 2011 : Námskeiðahaldi lokið - námsefni komið á vefinn

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Frá því síðasta haust hefur Samband íslenskra sveitarfélaga haldið úti námskeiðum fyrir kjörna sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga og nefndamenn um hin ýmsu verkefni er varða stjórnun sveitarfélaga. Alls var boðið uppá fjögur námskeið sem haldin voru víðs vegar um land í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga.

Nánar...

20. maí 2011 : Fundur um opinber innkaup til nýsköpunar

Nyskopun_Ljosapera

Rannís og Samtök iðnaðarins boða til opins fundar um möguleika til að nýta opinber innkaup sem tæki til að örva nýsköpun í samfélaginu. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu, miðvikudaginn 25. maí kl. 13:30-17.

Nánar...

29. apr. 2011 : Skýrsla samráðshóps um húsnæðisstefnu

IMG_3368

Velferðarráðuneytið hefur birt skýrslu samráðshóps um húsnæðisstefnu sem skipaður var í nóvember 2010. Í hópnum áttu m.a. sæti fulltrúar sem tilnefndir voru af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. Í skýrslunni er m.a. lagt til að hlutverk ríkis og sveitarfélaga í húsnæðismálum verði skilgreint að nýju og að vaxta- og húsaleigubótakerfin verði sameinuð í eitt kerfi sem nefnist húsnæðisbætur, með aðlögunartíma sem ógnar ekki fjárhagsáætlunum heimila.

Nánar...
Síða 1 af 2