Fréttir og tilkynningar: október 2010

Fyrirsagnalisti

19. okt. 2010 : EBÍ greiddi 300 milljónir króna í ágóðahlut til aðildarsveitarfélaga 15. október

Eignarhaldsfelag-BI

Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands greiddi þann 15. október  samtals 300 milljónir króna í framlag til ágóðahlutar. Greiðslan rennur til þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að Sameignarsjóði EBÍ í réttu hlutfalli við eignaraðild þeirra að sjóðnum. EBÍ hefur um langt skeið greitt aðildarsveitarfélögum framlag til ágóðahlutar af starfsemi sinni.  Með framlagi þessa árs hefur félagið samtals greitt aðildarsveitarfélögunum  rúma 3,6 milljarða króna. 

Nánar...

05. okt. 2010 : Ráðstefna um skipulag áfallahjálpar

SIS_Felagsthjonusta_190x160

Samband íslenskra sveitarfélaga heldur í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Landlækni, Landspítalann, Rauða kross Íslands og þjóðkirkjuna ráðstefnu um skipulag áfallahjálpar á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin í Grensáskirkju og hefst kl. 12.30.

Nánar...