Fréttir og tilkynningar: 2010

Fyrirsagnalisti

21. des. 2010 : Jólakveðja

kertasnikir

Jólakveðja stjórnar og starfsfólks Sambands íslenskra sveitarfélaga er send út í rafrænu formi að þessu sinni. Smelltu hér til að sjá kveðjuna.

Nánar...

05. nóv. 2010 : Eru sveitarfélögin óþolinmóðir kröfuhafar?

Uppbodshamar

Í umræðu undanfarinna vikna um nauðungarsölur á fasteignum hefur því verið haldið fram að ýmsir opinberir aðilar sýni litla þolinmæði í innheimtu krafna hjá þeim stóra hópi fólks sem á í greiðsluerfiðleikum vegna bankahrunsins. Þessi gagnrýni beinist m.a. að sveitarfélögum en upplýsingar sem nýlega hafa komið fram á Alþingi sýna að sveitarfélög eru mun sjaldnar uppboðsbeiðendur en aðrir þeir aðilar sem verið hafa til umræðu.

Nánar...

19. okt. 2010 : EBÍ greiddi 300 milljónir króna í ágóðahlut til aðildarsveitarfélaga 15. október

Eignarhaldsfelag-BI

Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands greiddi þann 15. október  samtals 300 milljónir króna í framlag til ágóðahlutar. Greiðslan rennur til þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að Sameignarsjóði EBÍ í réttu hlutfalli við eignaraðild þeirra að sjóðnum. EBÍ hefur um langt skeið greitt aðildarsveitarfélögum framlag til ágóðahlutar af starfsemi sinni.  Með framlagi þessa árs hefur félagið samtals greitt aðildarsveitarfélögunum  rúma 3,6 milljarða króna. 

Nánar...

05. okt. 2010 : Ráðstefna um skipulag áfallahjálpar

SIS_Felagsthjonusta_190x160

Samband íslenskra sveitarfélaga heldur í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Landlækni, Landspítalann, Rauða kross Íslands og þjóðkirkjuna ráðstefnu um skipulag áfallahjálpar á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin í Grensáskirkju og hefst kl. 12.30.

Nánar...

10. ágú. 2010 : Betri tenging og aukin samþætting milli skólastiga

Nam

Kjarasvið hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr könnun á framkvæmd samreksturs skóla. Könnunin var gerð í samvinnu við Félag leikskólakennara og Skólastjórafélag Íslands. Samkvæmt upplýsingum sveitarfélaga er um að ræða 13 skóla með leik- og grunnskólastig í samrekstri, þrjá skóla með grunn- og tónlistarskóla í samrekstri og átta skóla þar sem öll þrjú stigin eru rekin saman undir stjórn eins skólastjóra.

Nánar...
Síða 1 af 2