Félagar í Starfsgreinasambandi Íslands hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var 13. september sl.
Alls tóku átján aðildarfélög innan starfsgreinasambandsins þátt í atkvæðagreiðslunni sem var rafræn. Samningurinn var samþykktur sameiginlega meðal allra aðildarfélaga SGS, en kjörsókn var 14,62%. Á kjörskrá voru 5.950 en 870 greiddu atkvæði.
Á kjörskrá | Fjöldi sem kaus | ||
Kjörsókn | 5.950 | 870 | 14,62 |
Atkvæði | % af heild | % sem tóku afstöðu | |
Já | 684 | 78,62% | 82,61% |
Nei | 144 | 16,55% | 17,39% |
Tek ekki afstöðu | 42 | 4,83% | |
Samtals | 870 | 100% | 100,0% |