SGS samþykkir kjarasamning við sambandið með miklum meirihluta

Niðurstaða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands um kjarasamning félaganna við Samband íslenskra sveitarfélaga liggur nú fyrir. Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða félagsmanna eða 80,55%. Kjörsókn var 32,83%.

Niðurstaða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands um kjarasamning félaganna við Samband íslenskra sveitarfélaga liggur nú fyrir. Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða félagsmanna eða 80,55%. Kjörsókn var 32,83%.

Um er að ræða 17 stéttarfélög þ.e.:

 • AFL starfsgreinafélag,
 • Aldan stéttarfélag,
 • Báran stéttarfélag,
 • Drífandi stéttarfélag,
 • Eining-Iðja,
 • Framsýn stéttarfélag,
 • Stéttarfélag Vesturlands,
 • Stéttarfélagið Samstaða,
 • Verkalýðsfélag Grindavíkur,
 • Verkalýðsfélagið Hlíf,
 • Verkalýðsfélag Snæfellinga,
 • Verkalýðsfélag Suðurlands,
 • Verkalýðsfélag Vestfirðinga,
 • Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur,
 • Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur,
 • Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis og
 • Verkalýðsfélag Þórshafnar.

Kjarasamningurinn er gerður í anda Lífskjarasamningsins á almennum vinnumarkaði og gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023.