18. mar. 2017

Starf samskiptastjóra

á rekstrar- og útgáfusviði sambandsins

 • Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að samskiptastjóra til að hafa yfirumsjón með allri upplýsingamiðlun á vegum sambandsins, bæði út á við og inn á við.

Í starfi samskiptastjóra felst meðal annars:

 • Að þróa, byggja upp  og samhæfa upplýsingamiðlun hjá sambandinu og samstarfsstofnunum þess.
 • Að eiga samskipti við fjölmiðla og rækta tengsl við upplýsingafulltrúa sveitarfélaga.
 • Að sinna faglegri ráðgjöf við stjórnendur og starfsmenn sambandsins um miðlun upplýsinga.
 • Að rita og miðla upplýsingum með ýmsum hætti til sveitarstjórnarmanna, starfsmanna sveitarfélaga og annarra sem áhuga hafa á málefnum sveitarfélaganna.
 • Að taka þátt í undirbúningi viðburða á vegum sambandsins og samstarfsstofnana þess.
 • Að vera ritari siðanefndar sambandsins og annast þjónustu við hagsmunahópa sem sveitarfélög hafa stofnað sín á milli um ákveðin mál og sambandið hefur samþykkt að veita þjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking og áhugi á málefnum sveitarfélaga.
 • Lipurð í samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði í starfi.
 • Reynsla af skrifum og miðlun upplýsinga og samskiptum við fjölmiðla.
 • Þekking á stjórnun upplýsinga og miðlun þeirra.
 • Mjög gott vald á íslensku, einu öðru Norðurlandamáli og ensku.
 • Reynsla af undirbúningi og stjórnun funda sem og ritun fundargerða.

Leitað er að einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði, þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum, lausnamiðaða hugsun og hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum að fjölbreytilegum verkefnum.

Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Karel Hannesson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: magnus@samband.is og Valur Rafn Halldórsson, stjórnsýslufræðingur á rekstrar- og útgáfusviði, netfang: valur@samband.is, eða í síma 515-4900.

Umsækjendum er bent á að frekari upplýsingar um Samband íslenskra sveitarfélaga, sem og nánari starfslýsingu , má finna á heimasíðu sambandsins: www.samband.is.

Umsóknir, merktar Umsókn um starf á rekstrar- og útgáfusviði, berist eigi síðar en 27. mars nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 /pósthólf 8100, 128 Reykjavík eða á netfangið samband@samband.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf, þar sem fram kemur m.a. rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.