Stafrænt aðalskipulag

Vakin er athygli á að Skipulagsstofnun hefur gefið út gagnalýsingu og leiðbeiningar um gerð stafræns aðalskipulags, auk sniðmáts fyrir gerð stafræns aðalskipulags.

Samkvæmt skipulagslögum skal aðalskipulag unnið á stafrænu formi sem felur í sér að skipulagsgögn eru unnin í landupplýsingakerfi með samræmdum hætti, auk þess að aðalskipulagið er sett fram í skipulagsgreinargerð og á skipulagsuppdráttum eins og verið hefur. Um er að ræða nýja nálgun sem hefur í för með sér nýjar aðferðir og verklag sem skipulagsráðgjafar og skipulagshönnuðir þurfa að tileinka sér.

Til að tryggja samræmd vinnubrögð og farsæla innleiðingu stafræns aðalskipulags hefur Skipulagsstofnun gefið út gagnalýsingu og leiðbeiningar um gerð stafræns aðalskipulags og sniðmát (.gdb).