Stærsti árlegi viðburður sveitarstjórnarstigsins í Evrópu

Evrópuvika sveitarfélaga – European Week of Regions and Cities – fer fram dagana 11.-14. október 2021. Að þessu sinni er hún alfarið á netinu og því kjörið tækifæri fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn að taka þátt.

Í ár eru grænu og stafrænu málin fyrirferðarmikil á dagskrá Evrópuvikunnar og meðal fjölmargra áhugaverðra málstofa má nefna:

11. október:Smaller and Medium-sized Cities - Challenges and solutions to scaling up the digital transformation.
12. október:Clean and resilient cities and a social economy for a green and just transition.
Green transition: the LIFE programme supports public authorities. Ísland er þátttakandi í LIFE samstarfsáætlun ESB og í henni felast tækifæri fyrir íslensk sveitarfélög til fjármögnunar á verkefnum t.d. í tengslum við hringrásarhagkerfið og orkuskipti.
Healthy ageing in the EU: the potential of digital innovation for elderly health and social care.
13. októberLocalising the SDGs - A roadmap for recovery.
Empowering citizens in the energy transition - Local collective-action initiatives in Europe.
14. októberRural Connections: green and digital innovation to unlock the potential of rural and remote areas.
Delivering the EU Green Deal through Circular Procurement.

Svæðanefnd ESB (Committee of the Regions) og Byggðadeild Evrópusambandsins (DG Regio) standa fyrir viðburðinum en hann er nú haldinn í nítjánda sinn.

Nánari upplýsingar veitir Óttar Freyr Gíslason, forstöðumaður Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, ottarfreyr@samband.is.