Evrópuvika sveitarfélaga – European Week of Regions and Cities – fer fram dagana 11.-14. október 2021. Að þessu sinni er hún alfarið á netinu og því kjörið tækifæri fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn að taka þátt.
Í ár eru grænu og stafrænu málin fyrirferðarmikil á dagskrá Evrópuvikunnar og meðal fjölmargra áhugaverðra málstofa má nefna:
11. október: | Smaller and Medium-sized Cities - Challenges and solutions to scaling up the digital transformation. |
12. október: | Clean and resilient cities and a social economy for a green and just transition. Green transition: the LIFE programme supports public authorities. Ísland er þátttakandi í LIFE samstarfsáætlun ESB og í henni felast tækifæri fyrir íslensk sveitarfélög til fjármögnunar á verkefnum t.d. í tengslum við hringrásarhagkerfið og orkuskipti. Healthy ageing in the EU: the potential of digital innovation for elderly health and social care. |
13. október | Localising the SDGs - A roadmap for recovery. Empowering citizens in the energy transition - Local collective-action initiatives in Europe. |
14. október | Rural Connections: green and digital innovation to unlock the potential of rural and remote areas. Delivering the EU Green Deal through Circular Procurement. |
Svæðanefnd ESB (Committee of the Regions) og Byggðadeild Evrópusambandsins (DG Regio) standa fyrir viðburðinum en hann er nú haldinn í nítjánda sinn.
- Skráning og dagskrá Evrópuvikunnar (https://europa.eu/regions-and-cities/)
Nánari upplýsingar veitir Óttar Freyr Gíslason, forstöðumaður Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, ottarfreyr@samband.is.