Staðgreiðslutekjur sveitarfélaga hækkuðu um tæp 12 prósent milli ára

Útsvar sem innheimt var í staðgreiðslu á síðasta ári hækkaði um 11,7% milli ára.

Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga. Það er lagt er á tekjur einstaklinga svo sem laun, lífeyri, bætur almannatrygginga, atvinnuleysisbætur, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga o.fl.

Þó nokkur munur er á þróun staðgreiðslu útsvars milli landshluta eins og fram kemur í eftirfarandi töflu. Hækkunin er mest Suðurnesjum en minnst á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Á Suðurnesjum hækkaði staðgreiðslan um tæp 18% en á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum var hækkunin rétt innan við 10%. Í öðrum landshlutum hækkaði staðgreiðslan á bilinu tæplega 11% til tæplega 15%.

Staðgreiðsla í millj. kr20222021Breyting
Landið allt257.577230.67611,7%
Höfuðborgarsvæðið168.524152.21610,7%
Suðurnes18.53215.71817,9%
Vesturland11.30310.11811,7%
Vestfirðir4.8294.4079,6%
Norðurland vestra4.5504.1549,5%
Norðurland eystra20.88718.63312,1%
Austurland7.8987.09811,3%
Suðurland21.05418.33214,8%

Íbúafjölgun var mismunandi milli landshluta eins og tölur Hagstofu um ársfjórðungslega þróun mannfjölda sýna. Landsmönnum fjölgaði um 2,5% í heild frá meðaltali 2021 til 2022. Á sama tíma fjölgaði íbúum á Suðurnesjum um 6% og á Suðurlandi um 5%. Hins vegar stóð íbúafjöldi á Norðurlandi vestra því sem næst í stað og á Vestfjörðum fjölgaði íbúum um 1,7%. Í öðrum landshlutum fjölgaði íbúum um 2-2½%.

Meðfylgjandi mynd sýnir hækkun staðgreiðslu í heild og á íbúa eftir landshlutum. Hækkun á íbúa var mest á Suðurnesjum, en minnst á Vestfjörðum og næst minnst á höfuðborgarsvæðinu.

Staðgreiðsla í heild og á íbúa - breyting 2021-2022

Í skjalinu hér að neðan má sjá tekjur af staðgreiðslu hjá hverju og einu sveitarfélagi annars vegar fyrir árið 2022 og hins vegar fyrir árið 2021.

Staðgreiðsla útsvars 2022-2021.