Spurt og svarað um ný og breytt lög í félagsþjónustu

Innleiðing á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er á meðal þess sem ný og breitt lög boða í félagsþjónustu sveitarfélaga. Af öðrum breytingum má nefna, að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) hefur verið lögfest sem þjónustuform og ber innleiðingu þess að vera lokið fyrir árið 2022. Endurskoðun álitaefna sem kunna að koma upp við framkvæmd laganna á jafnframt að vera lokið eigi síðar en 1. október 2021.

Innleiðing á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er á meðal þess sem ný og breitt lög boða í félagsþjónustu sveitarfélaga. Af öðrum breytingum má nefna, að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) hefur verið lögfest sem þjónustuform og ber innleiðingu þess að vera lokið fyrir árið 2022. Endurskoðun álitaefna sem kunna að koma upp við framkvæmd laganna á jafnframt að vera lokið eigi síðar en 1. október 2021.

Umræddri lagaendurskoðun er aðallega ætlað að styðja við framþróun í félagsþjónustu sveitarfélaga og felst annars vegar í nýrri löggjöf um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og hins vegar breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Til að auðvelda sveitarfélögum að ná utan um þessar all víðtæku breytingar, hafa helstu spurningar og svör verið tekin saman um áhrif lagasetningarinnar og birt á sérstakri upplýsingasíðu hér á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Á síðunni má einnig nálgast á einum stað þau reglugerðardrög sem eru í umsagnarferli og umsagnir frá sambandinu. Af öðru gagnlegu efni má svo nefna samantekt vegna laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga með síðari breytingum. Breytingar eru auðkenndar með rauðum lit og veitir samantektin góða yfirsýn yfir þær breytingar sem taka gildi 1. október nk.

Gögn upplýsingasíðunnar verða uppfærð eftir því sem efni standa til og verða uppfærslur dagsettar og auðkenndar með sýnilegum hætti.

Þess má svo geta að sambandið gekkst nýlega fyrir fjölmennum umræðu- og upplýsingafundi um nýja og breytta löggjöf í félagsþjónustu sveitarfélaga. Þá komu einnig fram bæði áhugaverðar og gagnlegar upplýsingar í tengslum við umræddar lagabreytingar á málþingi um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk sem haldið var í byrjun vikunnar í samstarfi sambandsins, velferðarráðuneytis og Öryrkjabandalags Íslands.

Hvert-er-forinni-heitid