Fyrsta lausnin sem var sett inn í Lausnatorgið á stafræna vef sambandsins er Sorphirðudagatalið.
Sveitarfélög geta sett upp lausnina á sínar vefsíður og boðið íbúum uppá að leita eftir næstu losunardögum sorps. Þau sveitarfélög sem hafa skipulagða sorphirðu hvert ár geta nýtt sér lausnina. Sorphirðudagatalið býður uppá að geta slegið inn götuheiti og þá koma upp næstu losunardagar fyrir bæði grátunnu og blátunnu. Einnig kemur listi yfir þær losunardagsetningar sem eru eftir af árinu.
Til að setja upp Sorphirðudagatalið á vefsíðu sveitarfélags er hægt að sækja opinn forritunarkóða sem fylgir lausninni. Þá þarf að uppfæra Javascript skrána sem fylgir með þeim götuheitum og losunardagsetningum sem eiga við sveitarfélagið.