Skýrsla til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um verkefni á sviði umhverfismála

Samband íslenskra sveitarfélaga skilar skýrslu til umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins til að upplýsa um þau verkefni sem unnin voru á árinu 2022 í samstarfi við ráðuneytið og í þeim málefnum sem við koma ráðuneytinu.

Verkefni ársins voru af margvíslegum toga en þar vega úrgangsmálin þungt í kjölfar laga 103/2021 og verkefnið Samtaka um hringrásarhagkerfi sem snýr að innleiðingu þeirra veigamikið. Verkefnið er þrískipt í gerð nýrra svæðisáætlana, innkaup í anda hringrásarhagkerfis og borgað þegar hent er heim í hérað.

Loftslagsmál, sjálfbærni og erlent samstarf, þar á meðal varðandi Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna koma einnig við sögu.

Einnig voru upp talin atriði úr nýrri stefnumörkun sambandsins 2022-2026 sem hafa tengingu við umhverfis-, orku- og loftslagsmál.

Skýrsluna má nálgast hér í heild