Skrifað undir kjarasamning við KVH

Þann 16. maí s.l. skrifaði samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undir kjarasamninga við Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Undirritun samningsins fór fram í húsakynnum sambandsins. Fyrir hönd sambandsins skrifuðu Margrét Sigurðardóttir og Bjarni Ómar Haraldsson undir samninginn en fulltrúar KVH voru Stefán Þór Björnsson, Birgir Guðjónsson og Oddgeir Ágúst Ottesen. Ljósm.: Ingibjörg Hinriksdóttir.

Verði kjarasamningur samþykktur mun hann þeir gilda frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Samninganefnd sambandsins vill koma á framfæri þökkum til samninganefndar félagsins fyrir gott samstarf.

Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninga meðal félagsmanna félaganna átta. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samningana mun liggja fyrir þann 23. maí n.k.