Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifaði í gær, þriðjudaginn 1. mars, undir kjarasamning við fjögur stéttarfélög.
Stéttarfélögin eru Fræðagarður, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Stéttarfélag lögfræðinga og Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga (FHS). Samningurinn gildir frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023.