Skráning hafin á Nýsköpunardaginn 2021

Nýsköpunardagur hins opinbera verður haldinn í annað sinn 21. janúar næstkomandi en yfirskrift dagsins í ár er Áhrif Covid-19 á opinbera þjónustu: Lærdómar til framtíðar. Um fjarviðburð er að ræða sem hægt verður að fylgjast með í streymi milli klukkan 9 og 11:30. Skráning er hafin en þátttaka í deginum er ókeypis.

Skráning og dagskrá Nýsköpunardagsins

Dagskráin fyrri hluta dags samanstendur af fræðslu og reynslusögum opinberra aðila en eftir hádegið er hver og einn vinnustaður hvattur til að skipuleggja nýsköpunardagskrá hjá sér ásamt því að Nýsköpunarmolar ólíkra stofnana verða í boði.

Viðburðurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa áhuga á opinberri þjónustu og nýsköpun. Nýsköpunardagur hins opinbera er nú haldinn í annað sinn en að deginum standa auk Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Ísland.is og Ríkiskaup.