29. sep. 2015

Skráning á skólaþing 2015

Opnað hefur verið fyrir skráningu á skólaþing 2015

Opnað hefur verið fyrir skráningu á skólaþing sveitarfélaga 2015 sem haldið verður á Hilton Reykjavík Nordica, mánudaginn 2. nóvember nk. Þingið hefst kl. 09:30 en áformað er að því ljúki um kl. 16:00 sama dag.

Skólaþinginu verður skipt upp í tvo hluta. Fyrri hlutinn nefnist „ Læsi – metnaðarmál ríkis og sveitarfélaga“, en þar verður m.a. fjallað um Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytisins og um byrjendalæsi sem mjög hefur verið í umræðunni undanfarið.

Seinni hlutinn, sem fram fer eftir hádegi, verður helgaður vinnumati grunnskólakennara. Þar munu fulltrúar sveitarstjórnarmanna, kennara og skólastjóra segja frá sinni reynslu af vinnumatinu og í framhaldinu munu umræðuhópar ræða málin sín á milli.

Fundarstjórarar verða Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, og Ragnar Þorsteinsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík.

Þátttökugjald á ráðstefnuna er 9.000 krónur en innifalið eru ráðstefnugögn, hádegisverður og kaffi.