Sambandið vill minna sveitarfélög á ákvæði laga um upplýsingaskyldu sem kveður á um að sveitarfélög skulu fyrir 1. febrúar ár hvert birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.
Minnt er á að samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og lögum um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild. Í meðfylgjandi bréfi er skilgreining umræddra starfa útlistuð frekar.
Sérstaklega mikilvægt er að sveitarfélög framfylgi þessari lagaskyldu nú þar sem kjarasamningar þeir sem Samband íslenskra sveitarfélaga gerir fyrir hönd sveitarfélaga losna allir á árinu 2024.
Vakni spurningar vinsamlegast hafið samband við Ellisif Tinnu Víðisdóttur, lögfræðing á kjarasviði sambandsins.